Í sjónum í Nauthólsvík

GSS börnEfsta myndin birtist í Fréttablađinu í gćr og er af tveimur sonardćtrum mínum sem eru greinilega miklu hraustari en afi gamli. Ţarna vađa ţćr í kaldri Nauthólsvíkinni í Fossvogi ásamt tveimur vinkonum sínum. Ţeim leiđist greinilega ekki.

Rakel er í svörtum bol og Unnur er međ kúta. Vinkonurnar heita Hanna Katrín og Steinunn. 

Fyrir örfáum árum ... ţegar ég var á svipuđum aldri og ţessar fallegu stúlkur var Nauthólsvíkin fjölsótt. Ţá lá fólk í sólbađi og krakkar busluđu í sjónum enda var sól og heitt alla daga sumarsins, aldrei rigning, alltaf gott veđur (minnir mig). Og enginn heitur pottur.

Strákarnir úr Barmahlíđinni gengu alla leiđina yfir Öskjuhlíđ og niđur í Nauthólsvík međ sundskýlu vafđa inn í handklćđi.

GSSb

Af og til hef ég pćlt í ađ leggja stund á sjósund, sérstaklega ţegar sólin skín í heiđi og heitt er í veđri. Ţessar hugsanir hafa fljótlega rjátlast af mér ţegar ský dregur fyrir sölu og hitastigiđ lćkkar.

Ég minnist margvíslegra svađilfara í sjó. Síđast valt ég á kajak í Hvalfirđi og ferđafélagar mínir hlógu hjartanlega. Eitt sinn brotlentum viđ ţrír félagar á gúmmíbát í brimi viđ strönd Surtseyjar. Ţađ var mikiđ ćvintýri. Svo er ţađ vađstandiđ í köldum ám og ósum víđa um land. Minnistćtt er ađ hafa um miđnćtti vađiđ Hafnarósinn í Hornvík og ósinn í Atlavík á ađfalli.

GSS2bKaldast og verst er ţó ađ vađa blátćrar ár, jökulár eru barnaleikur í samanburđinum. Sumir geta vađiđ án nokkurra vandrćđa. Ég á hins vegar í miklum vanda. Kuldinn leiđir upp í haus og gerir um leiđ út af viđ ófáar heilafrumur og drepur rćtur höfuđhára. Svo rammt kvađ ađ ţessu á tímabili ađ ţađ flögrađi ađ mér ađ hćtta ţessu til ađ vernda ţćr örfáu sem eftir eru en svo gleymdi ég ţví og hélt áfram. Ţess vegna er ég eins og ég er ...

GSS3Hermann vinur minn Valsson hefur hvatt mig til ađ koma međ sér í sjósund. Segir ţađ sé allra meina bót. Ég trúi ţví eins og nýju neti enda mikiđ fyrir reddingar og snöggsođnar lausnir. Ég vćri fyrir löngu byrjađur og búinn ađ fara fram og til baka yfir Ermasund ef sjórinn vćri ekki svona djö... kaldur.


Hćgri menn segja af sér, vinstri menn sitja áfram ...

Í viđtali á sjónvarpsstöđinni Hringbraut, síđastliđinn sunnudag, neitađi Björk Vilhelmsdóttir ađ samţykkt tillögunnar hefđi veriđ „kveđjugjöf“ til hennar. Undirbúningur hefđi stađiđ í eitt ár og veriđ til skođunar hjá lögfrćđingum borgarinnar og innkaupaskrifstofu. Samţykkt tillögunar hefđi veriđ pólitísk stefnumörkun en útfćrsla hefđi veriđ eftir. Flokkssystkinin, Dagur B. og Björk, eru sammála um ađ útfćrslan hafi veriđ eftir en ósammála um ađ samţykkt borgarstjórnar hafi veriđ „kveđjugjöf“, sem er ein helsta afsökunin fyrir klúđrinu.
Björk Vilhelmsdóttir upplýsti í viđtalinu ađ hún hefđi ekki haft frumkvćđi ađ tillögunni um ađ Reykjavíkurborg sniđgengi vörur frá Ísrael. [...]

Sem sagt: Í eitt ár var tillagan í undirbúningi en ekki vannst tími til ađ útfćra framkvćmd hennar. Enginn - ekki lögfrćđingar borgarinnar, starfsmenn innkaupaskrifstofu, fulltrúar í innkauparáđi, borgarfulltrúar meirihlutans eđa ađrir sem unnu ađ málinu í ađ minnsta kosti tólf mánuđi - sá neitt athugavert viđ ađ setja »viđskiptabann« á Ísrael.

Engar lagalegar flćkjur eđa lögfrćđileg álitsefni og engar viđvörunarbjöllur hringdu. Og samkvćmt upplýsingum Bjarkar hafđi 27 orđa tillaga legiđ fyrir í nokkra mánuđi áđur en hún var samţykkt.

Ţetta segir Óli Björn Kárason, varaţingmađur, í vel skrifađri grein í Morgunblađi dagsins. Í henni tekur hann saman ađalatriđin í dćmalausu klúđurmáli borgarstjórnarmeirihlutans og flótta hans frá stađreyndum málsins. 

Engu er viđ ţetta ađ bćta öđru en niđurlagsorđum greinarinnar, í ţeim felst hinn nöturlegi sannleikur sem hefur tilvísun í stjórnmál undanfarinna missera (feitletrun er höfundar ţessa pistils):

Ţađ er skiljanlegt ađ krafa um afsögn borgarstjóra hljómi. Dagur B. Eggertsson verđur ađ eiga ţá ákvörđun viđ sig sjálfan og stuđningsmenn í borgarstjórn.

En líkurnar á ađ fallist verđi á kröfu um afsögn eru hverfandi enda verđur fariđ eftir óskráđri reglu:

Hćgrimenn skulu segja af sér og víkja en vinstrimenn sitja áfram og lćra af mistökum.

Svona er nú unniđ í einkavinapólitíkinni.


Bloggfćrslur 23. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband