Efla þingmenn virðingu Alþingis með ræðum sínum?

Engu líkar en maður væri kominn þrjátíu ár aftur í tímann þegar maður hlusta á Svandísi Svavarsdóttur, alþingismann, í eldhúsdagsumræðunum. Hún vill nýja umræðupólitík og betri stjórnmál á Alþingi en getur ómögulega byrjað á sjálfri sér. Þingmaðurinn er bergmál gamalla og úreltra tíma og getur ómögulega samsamað sig við nútímann. Hún er einn þeirra þingmanna sem fær almenning til að efast um að virðingu þingsins sé til staðar. Hjá henni hefur andstæðingurinn alltaf rangt fyrir sér, hann gerir allt rangt og hún getur sannað það með því að segja hálfa söguna og sleppt mikilvægum staðreyndum. 

Sama var með ræðu Helga Hjörvars, þingmanns. Í áferðafallegri og vel fluttri ræðu lagði hann áherslu á að stjórnmálin þyrftu að breytast, það er að segja stjórnmál allra annarra en hans sjálfs og samherja hans. Pólitískir andstæðingar hans eru vonda liðið og hann telur sig vera í góða liðinu. 

Við þessi tvö, Svandísi og Helga vil ég segja þetta. Stjórnmál breytast ekki nema þingmenn líti í eigin barm, allir, hvar í flokki sem þeir standa. Hjá þeim og engum öðrum að finna ástæðuna fyrir þverrandi virðingu Alþingis. Ástæðan er aldrei framkoma pólitískra andstæðinga. Agætt væri að muna að sjaldan er ástæða til hefnda og síst af öllu í ræðustól Alþingis. Ráðist einhver á þingmann með alvarlegum ávirðingu og ókurteisi er það aldri ráð að svara í sömu mynt. Einungis með þannig nálgun er hægt að breyta íslenskum stjórnmálum og umræðuhefðinni.

Ræða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var með allt öðrum og ferskari blæ en Svandísar og Helga. Hann benti þingmönnum á að virðing Alþingis væri framar öllu hjá þeim sem standa hverju sinni í ræðustól þess. Ef til vill var þetta dálítil könnu sem Bjarni lagði áheyrendum í hendur. Miðað við þessi orð, hvernig standa þeir sig, aðrir þingmenn sem til máls tóku?

Fallistarnir eru Svandís Svavarsdóttir og Helgi Hjörvar. Skiptir engu hversu vel menn flytja ræður sínar, hversu vel þeir hafi lært þær utan að eða hversu laglega þeir hnýta í andstæðinga sína. Þegar öllu er á botninn hvolft er það efni ræðunnar sem skiptir máli. Þessi tvö komu ekki með neinar lausnir, aðeins gamaldags ávirðingar sem þó standast varla skoðun þegar nánar er að gáð.

Þingmaður Pírata flutti ræðu sína, sem eflaust var hin besta. Hann mætti þó taka tilsögn í ræðumennsku, tala hægar, vera skýrmæltur og sleppa því byrsta sig. Með þetta leikrit var hann hreinlega kjánalegur í ræðustólnum og jók þannig varla á margnefnda virðingu Alþingis. Hann mætti auk þess muna að leikrit í beinum útsendingum koma ekki í staðinn fyrir vandlega unnið starf á meðan á þingi stendur og framlagningu vandaðra og gagnlegra frumvarpa til laga.

Nú er Oddný Harðardóttir, þingmaður í ræðustól. Hún talar eins og gamall krati í stjórnarandstöðu. Já, ... hún er krati. Minnti að hún væri í Vinstri grænum, enda í rauðri peysu. Svo var hún einu sinni fjármálaráðherra en enginn veit hvað hún gerði sem slík. Jú, hún jók á virðingu þingsins vegna þess að hún talaði frekar stutt. Það er alltaf kostur hver svo sem pólitíkin er.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kemur ábyggilega úr sama ranni og Svandís Svavarsdóttir, eða ætti ég að segja sama áratug. Málflutningur hennar á betur heima á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar. 


Engin mótmælir á Austurvelli

MótmæliTíu atvinnumótmælendur létu sjá sig á Austurvelli í kvöld í byrjun eldhúsdagsumræðna á Alþingi. Þeir létu sig fljótlega hverfa.

Hálftíma eftir að umræðurnar hófust inni á Alþingi starfaði enginn við mótmæli eins og glöggt má sjá af þessari mynd sem tekin var af vefmyndavél Mílu.

Líklega hafa mótmælendur ákveðið að hlusta áður en þeir mótmæla. Kanna hvað stjórnmálamennirnir segja. Mér finnst það líklegra en að hér hafi verið gerð tilraun upphlaupsafla til að búa til gagnslítil mótmæli gegn ríkisstjórn sem þó gerir meira gagn heldur en sú síðasta. Þá sáu þessir sömu mótmælendur lítinn tilgang til að arka á Austurvöll enda líklega pólitískir samherjar Samfylkingar eða Vinstri grænna. 


mbl.is Mótmælendur og túristar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband