Efla þingmenn virðingu Alþingis með ræðum sínum?

Engu líkar en maður væri kominn þrjátíu ár aftur í tímann þegar maður hlusta á Svandísi Svavarsdóttur, alþingismann, í eldhúsdagsumræðunum. Hún vill nýja umræðupólitík og betri stjórnmál á Alþingi en getur ómögulega byrjað á sjálfri sér. Þingmaðurinn er bergmál gamalla og úreltra tíma og getur ómögulega samsamað sig við nútímann. Hún er einn þeirra þingmanna sem fær almenning til að efast um að virðingu þingsins sé til staðar. Hjá henni hefur andstæðingurinn alltaf rangt fyrir sér, hann gerir allt rangt og hún getur sannað það með því að segja hálfa söguna og sleppt mikilvægum staðreyndum. 

Sama var með ræðu Helga Hjörvars, þingmanns. Í áferðafallegri og vel fluttri ræðu lagði hann áherslu á að stjórnmálin þyrftu að breytast, það er að segja stjórnmál allra annarra en hans sjálfs og samherja hans. Pólitískir andstæðingar hans eru vonda liðið og hann telur sig vera í góða liðinu. 

Við þessi tvö, Svandísi og Helga vil ég segja þetta. Stjórnmál breytast ekki nema þingmenn líti í eigin barm, allir, hvar í flokki sem þeir standa. Hjá þeim og engum öðrum að finna ástæðuna fyrir þverrandi virðingu Alþingis. Ástæðan er aldrei framkoma pólitískra andstæðinga. Agætt væri að muna að sjaldan er ástæða til hefnda og síst af öllu í ræðustól Alþingis. Ráðist einhver á þingmann með alvarlegum ávirðingu og ókurteisi er það aldri ráð að svara í sömu mynt. Einungis með þannig nálgun er hægt að breyta íslenskum stjórnmálum og umræðuhefðinni.

Ræða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var með allt öðrum og ferskari blæ en Svandísar og Helga. Hann benti þingmönnum á að virðing Alþingis væri framar öllu hjá þeim sem standa hverju sinni í ræðustól þess. Ef til vill var þetta dálítil könnu sem Bjarni lagði áheyrendum í hendur. Miðað við þessi orð, hvernig standa þeir sig, aðrir þingmenn sem til máls tóku?

Fallistarnir eru Svandís Svavarsdóttir og Helgi Hjörvar. Skiptir engu hversu vel menn flytja ræður sínar, hversu vel þeir hafi lært þær utan að eða hversu laglega þeir hnýta í andstæðinga sína. Þegar öllu er á botninn hvolft er það efni ræðunnar sem skiptir máli. Þessi tvö komu ekki með neinar lausnir, aðeins gamaldags ávirðingar sem þó standast varla skoðun þegar nánar er að gáð.

Þingmaður Pírata flutti ræðu sína, sem eflaust var hin besta. Hann mætti þó taka tilsögn í ræðumennsku, tala hægar, vera skýrmæltur og sleppa því byrsta sig. Með þetta leikrit var hann hreinlega kjánalegur í ræðustólnum og jók þannig varla á margnefnda virðingu Alþingis. Hann mætti auk þess muna að leikrit í beinum útsendingum koma ekki í staðinn fyrir vandlega unnið starf á meðan á þingi stendur og framlagningu vandaðra og gagnlegra frumvarpa til laga.

Nú er Oddný Harðardóttir, þingmaður í ræðustól. Hún talar eins og gamall krati í stjórnarandstöðu. Já, ... hún er krati. Minnti að hún væri í Vinstri grænum, enda í rauðri peysu. Svo var hún einu sinni fjármálaráðherra en enginn veit hvað hún gerði sem slík. Jú, hún jók á virðingu þingsins vegna þess að hún talaði frekar stutt. Það er alltaf kostur hver svo sem pólitíkin er.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kemur ábyggilega úr sama ranni og Svandís Svavarsdóttir, eða ætti ég að segja sama áratug. Málflutningur hennar á betur heima á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hef fylgst með alþingi í vetur í sjónvarpi, en í gær brast þolinmæði mín og hvaef snemma í draumalandið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.7.2015 kl. 08:12

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

hvarf

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.7.2015 kl. 08:20

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Margt að því sem þú segir get ég tekið undir. Reiði og hörundsárir þingmenn eru í raun búnir að lýsa stríði á hendur hægri mönnum með upphrópunum, afbökun á þeim sem þeir þola ekki. Eins og allir vita er reiði kraumandi í þessu þjóðfélagi okkar, afskriftir af útvöldum félögum, fiskveiðifrumvarpið, afnám verðtryggingar sem formaður Sjálfstæðimanna vill ekki afnema, lífeyrissjóðakerfið er enn á villigötum, málefni aldraða og öryggja, sem lítið brot af því sem hægt væri að nefna. Hinsvegar er Svandís Svavarsdóttir að ganga endalega frá sér að hún sitji á Alþingi meira, og minnir mig á sömu þráhyggju og Einar Olgeirsson var með á sínum tíma. Þessir frasar duga ekki á árinu 2015, fólk er búið að fá nóg. Steingrímur J Sigfússon er í gamla slitna hjólfarinu með fúkyrði á þá sem honum líkar ekki. Árni Páll Árnason hefur gleymt Árna Páls lögum og er niðurbeygður maður og mun varla sitja lengi á þingi eftir þessa útreið. Allt á hvolfi í þeim flokki. Varðandi Pírata þá held ég að þeir séu að dala. Ég tel að þeir muni fá minna fylgi þegar framlíða stundir. Jón Þór Ólafsson hefur verið með góð rök í sínum málflutningi, nú mun hann hætta í haust og hverfa á ný í malbiks vinnu sem hann stundaði. Birgitta mun hætta líka. Enn eftir stendur Helgi Rafn Gunnarsson sem ekki neinn skildi hvað hann sagði, því hann talaði svo hratt og gat ekki hamið sitt skap, það vonandi að hans ljóð muni ná honum niður á jörðina áður enn hann tekur til máls næst. Eitt get ég sagt þér án gríns, flokkur 60 + er í burðaliðnum og hugsanlega munu þeir taka til sín á næstu mánuðum og þá mun margt breytast. Það þarf að breyta til ef 4 flokkurinn mun lifa, þú sér til dæmis Sjálfstæðisflokkinn sífellt að dala, og fleiri flokka. Að lokum smá dæmi um lýðræði sem allir vitna í á Alþingi. Ekki neinn þingmaður né fréttamaður, dagblöð hafa fylgt eftir málefnum Hjúkrunarheimilisins Eir sem búið er að vera til rannsóknar á 3 ár. Ekki enn hefur fengist niðurstaða í það mál. Innanríkisráðherra svarar ekki einu sinni opnu bréfi sem tilgreint er til hennar, það er fyrir neðan hennar virðingu að taka til mál. Þöggun eins og hjá öllum sem ég hef nefnt. Eftir situr gamalt fólk sem ekki getur varið sínar hendur og aleigan sem það átti hefur verið tekinn eignarnámi, handónýtt skuldabréf í hent í það með ekki einu sinni veði. Læt þetta nægja í bili Sigurður. Þetta kalla sumir lýðræði, ertu nokkuð hissa að fólk sé búið að fá upp í kok.

Góðar stundir.

Jóhann Páll Símonarson, 2.7.2015 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband