The Fool on The Hill

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, og fallisti í prófkjör sama flokks, kann ekki pólitískar rökræður og beitir fyrir sig ókurteisi og dónaskap. Það er líkast til ástæðan fyrir því að flokksbundnir Vinstri grænir töldu sig ekki geta veitt slíkum manni brautargengi.

Stjórnmálamenn eiga að takast á um grundvallaratriði og stefnumörkun. Krafan er hins vegar sú að það sé gert málaefnalega og menn kunni sér hóf. 

Hitt er svo annað mál að oft getur hóflega flutt mál rifið í og jafnvel svo að sá sem fyrir verður fái vart undir því risið. Það er list.

Ólafur Thors sagðist einhvern tímann í þingræðu heyra andstæðing sinn hrista höfuðið.

Þegar Nixon forseti Bandaríkjanna var í framboð birtu andstæðingar hans auglýsingu og í henni var spurt: Myndir þú kaupa notaðan bíl af þessum manni, „Would you buy a used car from this man".

Björn Valur Gíslason er ekki orðsins maður. Hann er gæinn sem stendur uppi á hól með hafnaboltakylfu í hönd og sveiflar henni út í vindinn með hvissi og flissi, engum til ánægju.

Bítlarnir sungu fyrir löngu angurvært lag um fíflið á hæðinni, „The Fool on The Hill“. Í því er að finna þennan texta:

But the fool on the hill
Sees the sun going down
And the eyes in his head
See the world spinning around

Well on the way, head in a cloud
The man of a thousand voices talking perfectly loud
But nobody ever hears him
Or the sound he appears to make
And he never seems to notice

 


mbl.is Karpa um Geir Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband