Fornaldarviðhorf þingmanns Framsóknar

Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn. Og það fylgdi því mikil virðing að vera alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk.

Þetta er haft eftir Vígdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins á mbl.is. Ef ég skil þessi fornaldarviðhorf rétt þá á starfsfólk þingsins ekki að ávarpa þingmenn að fyrra bragði. Og mórallinn á þinginu sé orðinn of frjálslegur fyrir Vígdísi.

Hún á þá aðeins tveggja kosta völ. Sætta sig við breyttan tíðaranda eða ... 

Svo gæti hún auðvitað tekið þriðja kostinn sem er að hugsa áður en hún talar. Þeir mættu margir grípa þann kost, þingmenn í stjórn og stjórnarandstöðu. 


mbl.is Ósáttur við ummæli Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálfti á lóð Járnblendiverksmiðjunnar

Skjalfti

Hvernig stendur á því að á miðri lóð Járnblendisverksmiðjunnar á Hvalfjarðarströnd verður jarðskjálfti í gær, 6. mars kl. 13:21? Skjálftinn var 0,8 stig og eru upptök hans sögð samkvæmt upplýsingum frá vefsíðu Veðurstofunnar á 0,1 km dýpi.

Er jarðskjálftinn af mannavöldum? Var eitthvað að gerast á svæðinu sem valdið geti jarðskjálfta? Eða er Járnblendiverksmiðjan á þekktu eða óþekktu sprungusvæði? Má ef til vill búast við fleirum og getur verksmiðjan verið í hættu eða valdið hættu ef stór skjálfti verður. Svona spurningar hrannast upp hjá leikmanni sem ekki þekkir til. Ástæða er til að fjölmiðlar kanni málið.

Vissulega er þetta vægur skjálfti en ábyggilega nægilega stór til að starfsfólk hafi hugsanlega getað fundið hann. 

Staðsetning skjálftans sést á loftmyndina hér hægra megin en hún er frá Samsýn. Miðað er við hnitin 64° 21,300'N, 21° 47,100'W.


Valkostur ein sannkölluð rassbaga

Gaman væri ef sú venja lifði að segja frekar: Hann hefur unnið hug og hjarta allra en „hugi og hjörtu“, svo og: Þau hristu höfuðið en „hristu höfuðin“. Og af tvennu illu er betra að við séum með hjartað í buxunum en „hjörtun í buxunum“.

Hin þriggja lína ábending í dálki sem nefnist Málið í Morgunblaðinu kemur er lærdómsrík og oft afar skemmtileg eins og ofangreint ber með sér.

Mogginn mætti skikka blaðamenn sína til að lesa þennan dálk. Sá frétt með þessari fyrirsögn „Valkostir verða kynntir í mars“. Þar er viðtal við Rögnu Árnadóttur, formann nefndar um framtíðarlegu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.

Orðskrípið „valkostur“ er það sem sagt var í mínu ungdæmi, fyrir örfáum árum, rassbaga, og þótti ekki fínt. Það er samsett úr tveimur orðum sem bæði þýða nokkurn veginn hið sama. Einhvern veginn er svo mörgum fyrirmunað að segja einfaldlega Kostirnir verða kynntir í mars, ... eða tillögur eða hugmyndir eða bara eitthvað annað sem er ekki baga út úr rassi.

 


Bloggfærslur 7. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband