Hverjum skal trúa, Össuri eða Evrópusambandinu?

Þetta var frábær fundur með þessum tveimur sérfræðingum sem komu í dag,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, í gærkvöldi. „Að mínu viti er öllum efasemdum eytt hvað varðar það að sérlausn er fær samkvæmt Evrópuréttinum, svo fremi sem hún er vel skilgreind og útfærð.

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórninni sem sótti um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina. Maðurinn sem vill bera það undir þjóðina hvort draga eigi umsóknina til baka. Tilvitnunin er úr viðtali á mbl.is í dag.

 

  • Viðræður við ESB nefnast aðlögunarviðræður, þær eru ekki samningaviðræður, heldur nær því að vera yfirheyrsla sambandsins yfir umsóknarríkinu um hvernig það hefur unnið að því að taka upp lög og reglur ESB í löggjöf sína. 
  • Reglur Evrópusambandsins kveða svo á að ekki sé hægt að gefa umsóknarríki varanlegar undanþágur í aðlögunarviðræðum. 
  • Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Fühle, hefur látið svo ummælt að engar undanþágur séu veittar frá hinum 35 köflum og 100.000 blaðsíðna lögum og reglum ESB.
  • Síðan ESB breytti reglum um umsókn hefur ekkert ríki fengið aðild og varanlega undanþágu af neinu því tagi sem máli skiptir í aðlögunarviðræðum. 
  • Sérlausnir er hugtak sem ekki er notað í aðlögunarviðræðum.
  • Löggjafarþing allra 27 aðildarríkja ESB þurfa að samþykkja inngöngu ríkis í sambandið. Nærri má geta að þau munu aldrei samþykkja eitthvað sem þeim hefur ekki sjálfum staðið til boða, í aðlögunarferli eða síðar.

 

Þrátt fyrir þetta er Össur ofurbjartsýnn og heldur að Ísland fái undanþágur frá stjórnarskrá ESB. Og enn þann dag í dag heldur hann því fram að viðræður umsóknarríkis og ESB séu samningaviðræður. Enginn hefur borið það upp á Össur að hann skrökvi, jafnvel þó hann geri það blygðunarlaust.

Hverjum skal nú trúa, Össuri eða ummælum embættismanna ESB og reglum sambandsins?


Bloggfærslur 5. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband