Árni Páll gleymir að þjóðin rasskellti Samfylkinguna

Mikið er nú skrýtið hvað Samfylkingin hefur breyst síðan hún missti tiltrú þjóðarinnar.

  1. Núna vill Samfylkingin þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en mátti ekki heyra á það minnst þegar hún var í ríkisstjórn. 
  2. Ekkert gekk í „samningaviðræðum“ við ESB meðan Samfylkingin var í ríkistjórn, var hún þó afskaplega hlynnt aðild. Ekkert gengur nú í samningaviðræðum við ESB enda er ríkisstjórnin ekki hlynnt aðild að sambandinu. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar merki um öfgar.
  3. Núna vill Samfylkingin láta semja um laun fyrir kennara. Þegar hún var í ríkisstjórn vildi hún ekki koma nálægt samskonar samningi við heilbrigðisstéttir. Eina stéttin sem hún samdi við, og það hressilega, var forstjóri Landspítalans, en Guðbjartur Hannesson samþykkti að hækka mánaðarlaun hans um hálfa milljón króna svo hann gæti auk stjórnunarstarfa starfað á skurðstofu hálfan daginn.

Árni Páll Árnason, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, er lítt málefnalegur eða hvaða grundvöllur er fyrir því að halda þessu fram um tillögum um að hætta viðræðum við ESB og draga aðildarumsóknina til baka. Skoðum orð Árna í ræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar:

Tillagan er hneyksli og sýnir hversu vegavillt ríkisstjórnin er orðin. 

Tillagan er engu að síður spegilmynd þingsályktunar um umsókn að ESB og ekkert meira hneyksli en umsóknin sjálf. 

Hún brýtur loforð.

Ríkisstjórnin lofaði að hætta viðræðum við ESB og hún gerir betur en það, leggur til að draga til baka aðildarumsóknina. Lofaði annars síðasta ríkisstjórn að hætta viðræðum við ESB?

Hún virðir þjóðina að vettugi.

Spurði ríkisstjórn Samfylkingar og VG þjóðina um aðildarumsókn? Nei, hún hafnaði því, meirihlutinn hlóg að tillögunni og sögðu nóg að loknum „samningaviðræðum“ að bera „samning“ undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá laug ríkisstjórn Samfylkingar og VG að þjóðinni vegna þess að aðildarumsókn fylgja ekki samningaviðræður og enginn hefðbundinn samningur er lengur gerður milli umsóknarríkis og ESB.

Hún reynir að gera komandi kynslóðum erfiðara fyrir að velja aðild að Evrópusambandinu, kjósi þær svo.

Þetta er tvískinnungur. Auðvitað var tillaga um aðild að ESB að sama skapi til að gera komandi kynslóðum erfiðara fyrir að hafna aðild að sambandinu. Hvernig er hægt að bera svona ótrúlegan og ómálefnalegt bull fyrir almenning. 

Tillagan stenst hvorki lög um þjóðaratkvæðagreiðslur né stjórnarskrá.

Þetta er afar vanhugsuð fullyrðing og stenst enga skoðun.

Greinargerð tillögunnar var full af pólitískri heift og einsýni og í henni eru engin rök færð fram fyrir niðurstöðu hennar um afturköllun aðildarumsóknar.

Menn geta æst sig endalaust út af pólitískum andstæðingum en er ekki skynsamlegra að rökræða málin. Sumum hentar ekki slík nálgun. 

Ekkert hagsmunamat. Ekkert um kosti við aðild í samanburði við meinta ókosti.

Var gert einhvers konar „hagsmunamat“ þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG lögðu fram tillögu um aðild að ESB?

Stefna formanns Samfylkingarinnar og fjölda forystumanna hennar virðist vera sú að láta skeika að sköpuðu. Helst halda fram einhverjum útbelgdum fullyrðingum og vonast til að eftir nokkur skipti trúi almenningur bullinu.

Sinnaskipti Samfylkingarinnar eftir hrakfarir í síðustu kosningum eru miklar. Almenningur man þó eftir samþykkt aðildarumsóknar að ESB, við munum eftir því hvernig Árni Páll tók á skuldastöðu heimilanna, við munum eftir því hvernig fór fyrir skjaldborginni, við munum eftir launahækkunum forstjóra Landspítalans, við munum eftir launamálum Seðlabankastjóra og hvernig fyrrum forsætisráðherra sveik hann og skrökvaði því að hún hefði aldrei lofað neinu.

Er ástæða til að halda áfram upptalningunni? Nóg er eftir. 


mbl.is Vilja að samið verði við kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband