Safnaðu sjálfur peningum fyrir Ríkisútvarpið, Jakob Magnússon

Vilji Jakob Magnússon styðja við Ríkisútvarpið og greiða til þess gjald með eigin peningum þá er það heiðarleg og góð afstaða. Vilji hann hins vegar þvinga mig til að leggja fé í Ríkisútvarpið þá þakka ég kurteislega fyrir. Sé stefna hans sú að afla fylgis við að skattleggja mig vegna þessa áhugamáls hans þá finnst mér nóg komið.

Mér finnst það virðingarvert að fólk vilji veg Ríkisútvarpsins sem mestan, það kemur mér bara ekkert við. Ég vil einfaldlega fá að ráðstafa þeim fáu aurum sem ég vinn mér inn á þann veg sem hentar mér best, afskipti Jakobs Magnússonar tel ég einfaldlega árás á tekjur mínar.

Vilji ríkið reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar þá skal það vera á forsendum samkeppnisrekstrar en ekki opinberrar skattheimtu. 

Til að hjálpa Jakobi í þessu vandamáli hans legg ég einfaldlega til að hann stofni með samherjum sínum sjóð. Þetta fólk greiði í hann á hverju ári 20.000 krónur og reglubundið bjóði hann til blaðamannafundar þegar greitt er úr sjóðnum til Ríkisútvarpsins. Með þessu sameinar hann tvennt. Hann leysir væntanlega úr fjárþörf stofnunarinnar með frjálsum framlögum og fær sjálfur enn einn möguleikann til að baða sig í sviðsljósinu.

En fyrir alla muni, ekki blanda ríkissjóði í málið eða okkur sem viljum ráða yfir sjálfsaflafé okkar. Gerðu allar þær kröfur sem þú vilt á Austurvelli en ekki blanda mér í málið.


mbl.is Vilja fá að borga tvö þúsund kallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband