Safnaðu sjálfur peningum fyrir Ríkisútvarpið, Jakob Magnússon

Vilji Jakob Magnússon styðja við Ríkisútvarpið og greiða til þess gjald með eigin peningum þá er það heiðarleg og góð afstaða. Vilji hann hins vegar þvinga mig til að leggja fé í Ríkisútvarpið þá þakka ég kurteislega fyrir. Sé stefna hans sú að afla fylgis við að skattleggja mig vegna þessa áhugamáls hans þá finnst mér nóg komið.

Mér finnst það virðingarvert að fólk vilji veg Ríkisútvarpsins sem mestan, það kemur mér bara ekkert við. Ég vil einfaldlega fá að ráðstafa þeim fáu aurum sem ég vinn mér inn á þann veg sem hentar mér best, afskipti Jakobs Magnússonar tel ég einfaldlega árás á tekjur mínar.

Vilji ríkið reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar þá skal það vera á forsendum samkeppnisrekstrar en ekki opinberrar skattheimtu. 

Til að hjálpa Jakobi í þessu vandamáli hans legg ég einfaldlega til að hann stofni með samherjum sínum sjóð. Þetta fólk greiði í hann á hverju ári 20.000 krónur og reglubundið bjóði hann til blaðamannafundar þegar greitt er úr sjóðnum til Ríkisútvarpsins. Með þessu sameinar hann tvennt. Hann leysir væntanlega úr fjárþörf stofnunarinnar með frjálsum framlögum og fær sjálfur enn einn möguleikann til að baða sig í sviðsljósinu.

En fyrir alla muni, ekki blanda ríkissjóði í málið eða okkur sem viljum ráða yfir sjálfsaflafé okkar. Gerðu allar þær kröfur sem þú vilt á Austurvelli en ekki blanda mér í málið.


mbl.is Vilja fá að borga tvö þúsund kallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er þér hjartanlega sammála Sigurður.  Jakob Frímann má borga skattinn sem á mig er lagður þar sem ég nýti ekki þjónustu þessarar stofnunar.  Hvorki hlusta ég á hljóðvarp né horfi á sjónvarp RUV og þar af leiðandi finnst mér fráleitt að ég sé látinn borga fyrir Jakob Frímann og félaga.  Ég vil losna við þennan skatt sem ég er látinn borga til að fullnægja duttlungum annarra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2014 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Algerlega sammála. Verzt er að þessi sjálfskipaða menningarelíta skilur ekki að hún er að draga RÚV í pólitízkan dilk með þessum látum.  Stofnun sem sízt af öllu þarf á því að halda eftir að bent hefur verið á ESB slagsíðuna í fréttaflutningi undanfarin 4-5 ár

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2014 kl. 14:58

3 Smámynd: Guðmundur Frímann Þorsteinsson

Sammála

Guðmundur Frímann Þorsteinsson, 12.12.2014 kl. 17:27

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvernig fær hann að borga bara 2000?

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2014 kl. 17:57

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvada 2000 króna rugl er thetta? Er ekki útvarpsgjaldir eitthvad um 18.000.-kr. á ári, eda jafnvel naer 19.000.- kr?  

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2014 kl. 18:06

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þessi gríðarlega ríkisrekna fjölmiðlastarfsemi er tímaskekkja.  Þar er sízt þörf á atbeina ríkissjóðs nú á tímum, þó að hún hafi átt við árið 1930.  Það væri í alla staði eðlilegt, að Ríkisútvarpið o.h.f. drægi umtalsvert úr umsvifum sínum.

Bjarni Jónsson, 12.12.2014 kl. 20:53

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hef ekki greitt til Rúv.sökum aldurs,en í kvöld brá svo við að ég gleymdi að opna fyrir "Útsvar",það eina sem ég horfi á. 
 

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2014 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband