Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Fagmenn tilnefndir sem saksóknarar

Starfstími þingmannanefndarinnar er liðinn og því getur hún ekki lagt fram neinar tillögur. Sjálfstæðismenn munu eðlilega ekki standa að tillögu um skipun saksóknar vegna þess að þeir telja einfaldlega engin efni til að kæra. Að öllum líkindum munu þeir sitja hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu um saksóknara.

Þeir sem skipaðir verða í stöðu saksóknara og varasaksóknara hafa reynst vera góðir embættismenn og sinnt sínum störfum af fagmennsku. Því má gera ráð fyrir að rannóskn þeirra á störfum fyrrverandi forsætisráðherra verði vel unnin og marktæk. Að öllum líkindum munu þeir taka þá ákvörðun um að leggja ekki fram ákæru þar sem enginn grundvöllur er fyrir henni. Þetta er eina niðurstaðan sem þeir geta komist að. Að öðrum kosti verður gjörbreyting á starfsháttum ráðherra í framtíðinni og landið verða stjórnlaust.


mbl.is Nefndin leggur ekki fram tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkið að láta skoða bankahólfin?

Þegar skattheimta ríkisins er kominn yfir sársaukamörk gerist það einfaldlega að fólk flýr með peningana sína á örugga staði. Sama gerist þegar reglur um viðmiðunartekjur Tryggingastofnunar og annarra stofnana fara að hafa áhrif á greiðslur.

Svo gerist það bráðlega að einhverjir ljótir vinstri menn fara að tala um ljótu kapítalista sem geri ekki skyldu sína með ógrynni fjár sem þeir eiga. Þetta er gamaldags umræðugrundvöllur og ekki skemmtilegur.

Hver er sjálfum sér næstur. Dæmin eru óteljandi um fólk sem tapaði gríðarlegu fé í bankahruninu. Eldra fólk ætlar ekki að brenna sig á þessu aftur.

Svo má auðvitað búast við því að fjármálaráðherra setji upp starfshóp sem hafi það verkefni að kíkja í öryggishóf í böknum og heimahúsum, og annan sem hafi það verkefni að snúa við rúmdýnum og koddum í leit að seðlum.

Og fyrr en varir verður ríkið orðið að mafíu sem egnir fólk upp á móti öðru, heimtar peninga fyrir að láta það í friði en fyrr eða síðar kemur í ljós að ríkisstjórnin er einfaldlega skipuð hæfileikalausu fólki sem kann ekki til verka.


mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, hvað gerðist á fundinum?

Bjarni Benidiktsson, þjóð þín er hnípin og í vanda, miklum vanda. Fyrir alla muni segðu okkur hvort breski forsætisráðherrann hafi skilning á ástæðum bankahrunsins.

Var hann með á nótunum um gerðir fyrri ríkisstjórnar þegar hún setti Íslendinga á skrá með hryðjuverkasamtökum? Er hann tilbúinn til að bakka með þær gerðir?

Áttar hann sig á því að Icesave er vandamál Breta en ekki Íslendinga?

Bjarni, fyrir alla muni, tjáðu þig um fundinn. Þinn tími er kominn. 


mbl.is Ræddi Icesave við Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðinni blæðir út og VG talar um kjarnorkuvopn

Á meðan þjóðinni blæðir út finna sumir þingmenn sér margt til dægrastyttingar meðal annars að flytja frumvarp um að banna kjarnorkuvopn á Íslandi.

Þingmenn VG klæjar svo óskaplega enda langt síðan þeir voru í ríkisstjórnarsamstarfi á Íslandi. Einn vill „friðlýsa“ Ísland fyrir kjarnorkuvopnum (væri ekki gáfulegra að banna notkun þeirra hér á landi?), annar vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðil Íslands í Nató, sá þriðji vill banna allt flug herflugvéla um Keflavíkurflugvöll og afnot þeirra, þó óvopnaðar séu, af vellinum og svona má lengi telja.

Þingmenn VG sjá fram á að ríkisstjórnaraðild þeirra mun ekki gera neitt fyrir þjóðina og því er plan B tekið upp úr skúffunni og þeir halda að með því að fabúlera um kjarnorkuvopn þá gleymi þjóðin Icesave, gengislánunum, mótmælum, hruninu og öllu þessu leiðinlega.


mbl.is Frumvarp flutt í tíunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður mannasættir ...

Nú talar hver stjórnaringmaðurinn um annan þveran um nauðsyn þess að ræða þurfi við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila almennings til að ná lendingu í kreppu ríkisstjórnarinnar. Sammerkt eiga þeir allir að nú á að ræða málin á forsendum ríkisstjórnarinnar. Þeirrar hinnar sömu og er með það á stefnu sinni að ræða alls ekki við Sjálfstæðisflokkinn, helst ekki við heimilin og alls ekki við aðra en þá sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkir.

Mörður Árnason er einn af þessum mönnum sem svosum vilja tala við aðra, enda einn af þeim sem fann upp orðið samræðustjórnmál. Hann gerir sér hins vegar ekki grein fyrir því að hann og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar á þingi hafa fyrir löngu fyrirgert öllum rétti á samstarfi. Þeir hafa haft  tæp tvö ár til að vinna gegn bankahruninu. Jú, líklega er Mörður leyinvopn ríkisstjórnarinnar. Hann hefur lengi reynst vera hinn mesti mannasætti í landinu ... hann gæti líklega sameinað stefnu hagsmunaaðila, ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu í hina einu réttu stefnu.

Sátt er ekki í augsýn við núverandi ríkisstjórn. Til þess er hún alltof langt komin á þeirri braut að ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn hagsmunum almennings og ekki síst landsbyggðarinnar. Um það vitnar framlagt fjárlagafrumvarp.


mbl.is Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur ríkisstjórnar mega ekki ráða

Ekki gengur að forsætisráðherra boði til fundar með stjórnarandstöðu og forsvarsmönnum hagsmunaaðila almennings á forsendum ríkisstjórnarinnar.

  • Taka verður ákveðið á skuldavanda heimilanna og veita þeim þá úrlausn sem bankarnir fengu í upphafi er þeir keyptu íbúðaskuldabréf.
  • Taka þarf á atvinnuleysinu. Forsætis- og fjármálaráðherra hreykja sér af því að atvinnuleysi hafi minnkað. Það er rangt. Fólk er annars vegar tekið með valdi af atvinnuleysisskrá og hins vegar hefur fólk flutt úr landi og hefur þar með farið af skránni alræmdu.
  • Taka þarf á málefnum fyrirtækja í landinnu sem í hrönnum eru hrakin í gjaldþrot af þessum nýju bönkum.
  • Falla þarf frá atlögu ríkisstjórnarinnar gegn heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar sem hafa mun í för með sér byggðaflótta og atvinnuleysi.
  • Boða þarf til nýrra kosninga en fram að þeim verði starfandi í landinu þjóðstjórn. sem taki á ofangreindu. 

Geti ríkisstjórnin samþykkt þetta þá er hugsanlega hægt að ræða við hana. 


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondur, verri, verstur

Leiðtogahæfileika felast ekki í því að hafa setið áratugum saman á Alþingi. Mér finnst þó að formaður Vinstri grænna hafi sýnt ágæta leiðtogahæfileika sem formaður stjórnarandstöðuflokks í marga áratugi. Vonandi fær hann þá stöðu sem fyrst aftur. Sem fjármálaráðherra er'ann afleitur.

Einhvern veginn var formaður Samfylkingarinnar þess viss að hennar tími myndi koma sem formaður og hún fékk spá sína uppfyllta og gott betur. Hafi Jóhanna Sigurðardóttir verið góður þingmaður þá var hún slakari ráðherra og enn verri sem forsætisráðherra.

Vonbrigði þjóðarinnar með þessa tvo stjórnmálamenn eru mikil. Um það geta þeir borið vitni sem standa á Austurvelli og mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is Sagði að tími Jóhönnu væri liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöf í ríkisstjórnarflokkunum

Uppgjöf er í ríkisstjórnarflokknum. Það mátti glöggt sjá og heyra og fasi og ræðum ráðherrana.

Forsætisráðherra er hokin og meinar greinilega ekkert með því sem hún segir, hún ber ekki með sér sannleikann.

Fjármálaráðherra er tekinn og þreyttur. Hann hefur líka orðið ber að óheilindum í hverju málinu á fætur öðrum. Ræða hans var aumari er allt sem aumt er.

Hann gat engu lofað þjóðinni öðru en að misserin haldi áfram að koma, hvert á fætur öðru. Var hann beðinn um staðfestingu á því eða leiðréttingu.

Nýi heilbrigðisráðherrann flutti gamla ræðu sem einhver af forverum hans hafði gleymt í ráðuneytinu. Hann skildi ekki ræðuna enda var hún einhvers konar tækifærisræða vegna löngu gleymds tilefnis.

Takið svo eftir því hverja Vinstri grænir velja til málflutnings, nýliðann í þingliðinu, Jórunni Einarsdóttur, ekki þungaviktarmenn, staðgengil hins alræmda Atla Gíslasonar sem er farinn í frí. Frí, frá hverju, stjórn landsins?

Og tóku sjónvarpsahorfendur eftir samfylkingarþingmanninum Valgerði Bjarnadóttur. Var hún eldheit í stuðningi sínum við ríkisstjórnina, sannfærð um aðhún væri að gera rétta hluti? Nei, þvert á móti benti allt fas hennar til hins gagnstæða. Hún hefur fyrir löngu gefist upp á óvinnandi verkefni.

Ólafur Þór Gunnarsson, annar nýliði VG á þingi, var alls ekki sannfærandi. Hann ræddi fátt um stefnu ríkisstjórnarinnar en gerði eins og Valgerður Bjarnadóttir, höfðaði til samvinnu milli flokka í stað þess að halda fram stefnuleysi ríkistjórnarinnar. Gott hjá þeim báðum. Hverjar skyldu svo efndirnar verða hjá þessum tveimur þingmönnum? Jú, að aðrir vinni með ríkisstjórninni á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það verður aldrei héðan af.

Ríkisstjórnin er greinilega dáin, hún veit bara ekki af því. 


mbl.is Metfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuræðan veldur vonbrigðum.

Ræða forsætisráðherra olli verulegum vonbrigðum. Margir bjuggust við að hún myndi nú nota tækifærið og boða lausnir á þeim vanda sem hagsmunasamtök almennings hafa krafist og er ástæðan fyrir því að fólk safnast nú saman til mótmæla á Austurvelli.

Nei, ríkisstjórnin bregst vonum. Hún virðist ekki hafa nokkrar einustu lausnir en þessar gömlu, hallærislegu og gagnslausu kreddur sem vinstrimenn allra tíma hafa boðað. Svo þegar völdin komast í hendur þessa fólks þá gerist ekkert, uppgjöfin er algjör og það veldur upplausn í þjóðfélaginu.

Með nýju fjárlagafrumvarpi mun ríkisstjórnin setja landsbyggðina á höggstokkinn, gera fyrirvinnu þúsunda fjölskyldna atvinnulausa og eyðileggja það sem eftir er af fyrirtækjum landsins.

Það breytir engu þótt fjármálaráðherra gráti og lofi vori að loknum vetri. Vor verður aldrei verk hans, þau eru slæm, verk ríkisstjórnarinnar eru ómögulegar. Það þarf nýtt fólk með nýjar lausnir. 

Er ekki kominn tími á þingkosningar? 


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnar ríkisstjórnin aftur of snemma?

Þetta eru nokkrar fréttir enda má gera ráð fyrir að stjórnvöld hafi lært eitthvað af þeirri reynslu sinni að fagna of snema. Það hefur þó nokkrum sinnum gerst og í kjölfarið hefur ríkisstjórn vinstri manna séð sér sæma að láta fylgja hótanir ef samningar verði ekki samþykktir.

Fjármálaráðherra var fyrir rúmum einu og hálfu ári of fljótur á sér og fagnaði góðum samningi um Icesave. Þá mátti varla ræða hann. Hann komst þó ekki hjá Alþingi og samningur var ræddur til þrautar og síðan samþykkur með litlum mun. Þá var áróðurinn á þann veg að ganga þyrfti frá honum sem fyrst þó svo að landið allt léki á reiðiskjálfi. Forseti Íslands synjaði lögunum um Icesave um samþykki sitt og í kjölfarið var hann kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú halda stjórnvöld því fram að góður árangur hafi orðið í viðræðunum við Breta og Hollendinga. Trúi því hver sem vill. Það væri þó nærri kraftaverk ef ríkisstjórn kæmi í þriðja sinn með lélegan samning um Icesave. Það verður banabiti hennar standi ekki annað áður í henni.


mbl.is Árangur í Icesave-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband