Almannaskilningur um almannahættu

Í frétt á mbl.is segir í fyrirsögn: Skapaðist gríðarleg almannahætta. Þetta virðist vera spurning og spurningamerkið vantar. Nei, svo svo er ekki. Mjög algengt er að þeir sem skrifa fréttir byrji setningar á sagnorði þó ekki sé verið að spyrja neins.

Til að fyrirsögnin þjóni gildi sínu og skiljist þarf sögnin að vera aftast í setningunni: „Gríðarleg almannahætta skapaðist“.

Að auki hefði verið að nóg að segja að hætta hefði skapast, enda orðið notað yfir það sem er fólki hættulegt. „Almannahætta“ er virðist orðið að stagli í fréttum núorðið.

Svo mun ógæfusami maðurinn hafa „framið rán“ í apóteki. Samkvæmt „almannaskilningi“ mun maðurinn hafa rænt apótekið, en þannig skrifar víst enginn „almennilegur“ blaðamaður lengur.

Í fréttinni segir:

Er það mat lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu að mik­il mildi hafi orðið til þess að eng­inn skaði hlaust af hátt­erni manns­ins.

Aftur byrjar setning á sagnorði sem er svo sem ekki rangt en stíllaust. Veslings maðurinn mun hafa keyrt utan í nokkra bíla og skaðað þá. Í því er kannski „almannaskaði“ fólginn.

Margir hefðu sleppt þessari lengingu hafi orðið til þess ...“.

Fer ekki betur á því að skrifa: „Lögreglan telur mikla mildi að maðurinn slasaði engan á flótta sínum.“

 


mbl.is „Skapaðist gríðarleg almannahætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband