Kynnisferðir og mbl.is segja veturinn kominn

Ekki veit ég hvers vegna að blaðamaður mbl.is heldur því fram í frétt vefsins að nú sé kominn vetur, ef til vill er hann svo skyni skroppinn. Hitt vita allir að 1. september markar ekki breytingu á veðurfari, árstíð né neinu öðru. Veturinn er ekki kominn.

Með fréttinni er birt flott mynd sem Golli, Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, tók af norðurljósunum. Golli er ekki fæddur í gær og ég er nær pottþéttur á því að hann er ekki haldinn þeirri firru að veturinn sé kominn.

Raunar er þessi frétt haldin sömu fávísu einkennum sem alltof margir fjölmiðlamenn þjást af, þekkingarleysi. Samt skrifa þeir og skrifa og oft af lítilli þekkingu

Fyrsti vetrardagur markar komu haustins samkvæmt gamalli venju. Sumardagurinn fyrsti markar komu vorsins sem er órjúfanlegur hlut sumarsins.

Ekki veit ég hvaðan blaðamaður mbl.is hefur visku sína þegar hann skrifar þetta:

Þúsund­ir ferðamanna fara í norður­ljósa­ferðir dag hvern og seg­ir Ein­ar Bárðar­son, rekstr­ar­stjóri Reykja­vík Excursi­ons, ferðaskrif­stofu Kynn­is­ferða sem fóru í fyrstu norður­ljósa­ferð vetr­ar­ins um síðustu helgi, að ferðamenn alls staðar að úr heim­in­um verði fyr­ir því sem líkja mætti við trú­ar­lega upp­lif­un þegar þeir berja norður­ljós­in aug­um.

Þetta er einfaldlega rangt, veturinn kom ekki 30. ágúst, jafnvel þó það sé þannig skráð í skjöl hjá Reykjavík Excursions, Kynnisferðum, og hversu mjög rekstrarstjóri fyrirtækisins gapir um það. 

Þeir ættu að skammast sín, blaðamaður mbl.is og rekstrarstjóri Kynnisferða fyrir að vita ekki betur um árstíðaskipti á Íslandi og í þokkabót skrökva um þau opinberlega. Morgunblaðið á vandara að virðingu sinni heldur en að bulla svona.


mbl.is Úthverfabretar táruðust af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningalaus og tilgangslaus birting mynda af dánum flóttabörnum

Yfirleitt hef ég mjög góðan skilning á starfi blaða- og fréttamanna sem og fjölmiðla yfirleitt. Þó skil ég ekki þá stefnu að birta aftur og aftur myndir af látnu flóttafólki, sérstaklega litla drengnum sem drukknaði í fyrra. Myndin af honum þar sem hann lá á grúfu í sandfjörunni er harmþrungin og snertir viðkvæmustu taugar í hverjum manni.

Nú er svo komið að þessi mynd er birt aftur og aftur með ólíklegustu fréttum af flóttafólki. Þannig myndbirting virðist til þess eins að fólk venjist þessum hörmungum sem tugir þúsunda flóttamanna hafa lent í og alltof margir látið lífið.

Þetta er ógeðfelld birtingarstefna og virðist sem að þeir sem standa að henni séu orðnir alls ónæmir fyrir svona hræðilegum atburðum og líklega tilfinningalausar skepnur í þokkabót. Biðst afsökunar á orðalaginu. Get ekki orðað þetta á annan hátt. Þessu verður að linna. 

Val mynda verður að vera af einhverri skynsemi sem ofbýður ekki tilfinningum lesenda. 

Sé að nú er búið að fjarlægja myndina af íslensk vefmiðlinum þar sem hún birtist og var ástæðan fyrir þessum pistli mínum. Óánægja mín er engu að síður enn til staðar.


Bloggfærslur 2. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband