Ţjóđaratkvćđagreiđsla um gjörbreytingu á mannanafnalögum

Ég er ţeirrar skođunar ţađ sé ćskilegt og mikilvćgt ađ viđhalda íslenskri nafnahefđ ţannig ađ fólk kenni sig til föđur eđa móđur. Hins vegar er ekki hćgt ađ viđhalda ţeirri hefđ međ lögum.

Ţetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, í viđtali í Morgunblađi dagsins. Má vera ađ ţađ sé rétt hjá honum. Guđrún Kvaran, formađur íslenskrar málnefndar, er hins vegar á öndverđu meiđi. Hún segir:

Ég held ađ ţađ sé alltaf mikiđ tap ţegar viđ missum einhvern ákveđinn ţátt úr tungumálinu ţví ég lít á bćđi eiginnöfn og nafnakerfi sem hluta tungumálsins. Ef ţessi venja, ađ kenna sig til föđur eđa móđur leggst af, eđa verđur mjög lítil, ţá tel ég ţetta mikinn skađa fyrir ţjóđfélagiđ.

Halda má ađ hér vegist á tvö sjónarmiđ; algjört frelsi og takmörkun á frelsi. Ţó ber á ţađ ađ líta hvađ um er rćtt. Ţetta er tungumál ţjóđarinnar, notkun ţess, hefđin og framtíđin. Eru ţessir ţćttir best varđveittir í lögum? Á mót kemur ađ tungumáliđ er notađ af ţjóđinni. spurningin er ekki hvort ađ ţjóđinni sé treystandi heldur hvernig á ađ viđhalda málinu.

Ef til vill er samanburđur viđ einfaldar reglur í stćrđfrćđi ekki réttlátur. Ţar er engu ađ síđar 2+2=4. Enginn afsláttur ef gefinn af ţví. Íslenskan er erfiđ, ungu fólki ţykir hún leiđinleg og ţađ fylgir mörgu langt fram á fullorđinsár. Málfrćđin byggist hins vegar á ákveđnum reglum. Hvađa afleiđingar kann ţađ ađ hafa verđi reglurnar ađ hluta til afnumdar?

Ţjóđin ţarf ađ svara ţessari spurningu sem og hvort hún vilji leyfa algjört frjálsrćđi međ mannanöfn. Í frétt Morgunblađsins kemur fram ađ í fyrrasumar hafi 60% svarenda í skođanakönnun Félagsvísindastofnunar viljađ ađ reglur um mannanöfn yrđu rýmkađar.

Í ljósi ţess sem hér hefur veriđ sagt vćri nú afar viđeigandi ađ efna til ţjóđaratkvćđagreiđslu um tillögu innanríkisráđuneytisins um breytingar á mannanafnalögum. Ţessa atkvćđagreiđslu má alveg halda međ alţingiskosningum í haust. 

Auđvitađ er fátt eins vel falliđ til ţjóđaratkvćđagreiđslu en ţađ sem snertir á ţennan hátt menningu og arfleiđ ţjóđarinnar.

Svo er ţađ allt annađ mál ađ rýmkun á lögum um mannanöfn er allt annađ en gjörbreyting á ţeim.


Bloggfćrslur 17. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband