Birgitta skilur ekki og er því illt í maganum

Stundum þegar Birgitta Jónsdóttir tekur til máls bendir margt til þess að hún tali bara til að tala. Ástæðan er einfaldlega sú að sjaldnast leggur hún eitthvað uppbyggilegt til málanna.

Sé skynsemin ekki fyrir hendi er besti kosturinn að þegja. Engu skiptir hvernig þingmanni líður í mallakútnum eða annars staðar í kroppnum. 

Í frétt mbl.is er endursögn af orðum hennar á þingi í dag þessi: Hún sagði fjár­mála­gjörn­ing­ana mjög flókna og kynn­ing­una á frum­varp­inu yf­ir­borðslega. Einnig taldi hún að betra hefði verið að bíða með frum­varpið þangað til nýtt þing væri komið til starfa svo að nægt traust væri fyr­ir hendi.

Með öðrum orðum Birgitta Jónsdóttir skilur ekki frumvarpið. Þó svo að kosið væri í dag eru ekki líkur á því að ný ríkisstjórn eða meirihluti á Alþingi væri jafn stór og sá sem stendur að þessari ríkisstjórn. Hafi þingmaðurinn ekki traust á frumvarpinu kýs hún án efa á móti því. Þar að auki gæti hún lagst í málþóf, það er eitt af því fáa sem hún gerir af þekkingu og skilningi.

Gjamm Birgittu um fjármála- og efnahagsráðherrann er merki um skort á háttvísi og tilgangurinn hinn sami og lesa má hjá virkum í athugasemdum sumra fjölmiðla. Þar er ekki miklu viti fyrir að fara.


mbl.is Með ónot í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír skjálftar yfir þrjú stig í Bárðarbungu

SkalftavefsjaFimm stórir skjálftar urðu í morgun í Bárðarbungu rétt eftir klukkan sjö. Mbl.is kann ekki eða nennir ekki að segja skilmerkilega frá. Þetta er engu að síður merkileg frétt. Staðreyndir eru þessar:

  1. kl. 7:11 3,3 stig, 2,3 km dýpi
  2. kl. 7:11, fimm sek síðar, 4,4 stig, 6,1 km dýpi
  3. kl. 7:18 3,3 stig, 8,9 km dýpi
  4. kl. 7:20, 2,8 stig, 9,3 km dýpi
  5. kl. 7:21, 2,3 stig, 7,2 km dýpi

Á kortinu, sem fengið er af skjálftavefsjá Veðurstofunnar, sést hvar upptökin eru. Sjá má að þeir dreifast nokkuð um norðurbrún öskjunnar sem er undir jöklinum.

Jarðvísindamenn hafa ekki enn tjáð sig um þessa skjálfta. Hins vegar hefur komið fram í fréttum að skjálftar eftir gos í Holuhrauni kunna að tengjast kvikuhreyfingum undir fjallinu og dýpt skjálftanna bendir til þess að um sé að ræða iðrahreyfingar. Þær ná þó upp á yfirborðið. Ekki fann ég upplýsingar um hæð jökulsins í öskjunni, hvort yfirborðið sé að hækka.

Óróamælingar í tengslum við skjálfta eru áberandi í kringum Bárðarbungu, í Vonarskarði, Dyngjuhálsi og Grímsfjalli. Eftir því sem fjær dregur Bárðarbungu minnkar óróinn skart og bendir það til þess að ekkert sé í aðsigi.

Þetta eru nú helstu upplýsingar sem leikmaður getur aflað sér um skjálftana í Bárðarbungu. Hvernig á nú að ráða í þær verða jarðvísindamenn að segja til um.

Draumspakur maður tjáð mér að ekkert gos sé yfirvofandi í Bárðarbungu fyrr en 22. febrúar 2019 klukkan 13:21. Draumar hans eru sagðir traustir fyrirboðar og hafi aldrei brugðist. 

„Ekki er mark að draumum,“ sagði Þorsteinn Egilsson, Skallagrímssonar, Kveldúlfssonar aðspurður eftir mikið brölt hans í svefni (í Gunnlaugssögu Ormstungu). Tekið er undir með honum.


mbl.is 4,4 stiga skjálfti í Bárðarbunguöskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband