Stefna Bernie Sanders og stefna Sjálfstæðisflokksins

bernie-janeDálítið forvitnilegt er að skoða stefnu Bernie Sanders, frambjóðanda í prófkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur verið nefndur sósíalisti í heimalandi sínu og margir hér á landi finna til samhygðar með honum út af þeim stimpmli.

Hins vegar virðast í fljótu bragði ansi mörg líkindi með stefnu Sanders og Sjálfstæðisflokknum. Vel má vera að Sjálfstæðisflokkurinn sé í augum margra orðinn sósíalískur. Held þó ekki, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem kjósa hann. Miklu líklegra er að Sanders sé hægri sinnaður miðað við evrópsk stjórnmál.

Skoðum nokkur dæmi um einstök líkindi með stefnu Sanders og ályktunum frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Heilbrigðismál:

Health care must be recognized as a right, not a privilege. Every man, woman and child in our country should be able to access the health care they need regardless of their income. The only long-term solution to America's health care crisis is a single-payer national health care program.

Markmið núgildandi laga um heilbrigðisþjónustu er að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Sjálfstæðisflokkurinn vill að þetta markmið verði ávallt allt haft að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku varðandi heilbrigðiskerfið; bæði vegna einstaklinga sem og veitenda þjónustunnar.

Other countries have national health insurance plans that negotiate better prices for all of their residents. In this country, however, drug lobbyists have been able to block all of these common-sense solutions that we must work to pass into law. That is unacceptable and that has got to change.

Endurskoða þarf greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustunnar með það að markmiði að setja þak á kostnað þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda.

Jafnrétti kynja:

We are not going back to the days when it was legal for women to be paid less for doing the same work as men. [...] The right-wing in this country is waging a war against women and by working together, we will ensure that is a war they are going to lose.

Það er markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú, stöðu eða öðrum aðgreinandi þáttum. Með því að stuðla að jöfnum tækifærum er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélags. Mikilvægt er að hvetja báða foreldra til að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs.

Launajafnrétti:

We are not going back to the days when it was legal for women to be paid less for doing the same work as men. [...] The right-wing in this country is waging a war against women and by working together, we will ensure that is a war they are going to lose.

Með því að stuðla að jafnrétti kynjanna er lagður grunnur að velferð einstaklingsins, fjölskyldunnar og atvinnulífsins og þar með samfélagsins alls. Markmiðið er að hvergi líðist óútskýrður launamunur kynjanna.

Hinsegin fólk:

Sen. Sanders is currently a cosponsor of the Equality Act, which would expand the Civil Rights Act of 1964 and other anti-discrimination laws to include protections for sexual orientation and gender identity. He has consistently supported legislation that would guarantee LGBT Americans [Lesbian, gay, bisexual, and transgender] would be treated as equal citizens, and has a lifetime perfect score from the Human Rights Campaign.

Taka þarf til endurskoðunar vinnubrögð og verkferla í málefnum trans- og intersex fólks í heilbrigðiskerfinu. Sérstaklega þarf að gera nauðsynlegar lagabreytingar sem endurspegla mannréttindi þessa hópa.

Mér líkar vel við Bernie Sanders. Hann fellur ekki að þessari sléttgreiddu ímyndarherferð bandarískrar framboðsbaráttu. Hann er enginn Kennedy í útliti, þvert á móti. Hann er nokkuð við aldur, er ekki beint fríður, ber sig ekkert sérstaklega vel og röddin gæti hentað teiknimyndapersónu í Disney-mynd.

Þrátt fyrir þetta allt sem PR lið myndi telja neikvætt sópar hann að sér fylgi. Hvers vegna? Jú, vegna þess sem hann segir og stendur fyrir. Staða hans í prófkjörsbaráttu Demókrataflokksins er aðdáunarverð.

Um leið og hann sópar að sér fylgi almennings styðja ótrúlega margir hann fjárhagslega á meðan að frú Clinton sækir mest allt sitt fé til stórfyrirtækja.

Svo virðist sem mörgum kjósendum telji stefnumál skipta meira máli en útlit frambjóðenda. Kjörþokki Sanders byggir á málefnalegri röksemdafærslu hans. Berum hann svo saman við auðjöfurinn Donald Trump. Þvílíkur munur á tveimur mönnum.


Bloggfærslur 8. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband