Dónaskapur Svandísar Svavarsdóttur gagnvart þjóðinni

Útilokað er að halda því fram að Svandís Svavarsdóttir, fyrrum ráðherra Vinstri grænna og alþingismaður sé hugsjónamaður. Hún seldi skoðun sína á ESB og fékk í staðinn ráðherrasæti í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.

Um þessar mundir er hún afar hávær í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins og telur sig vita manna best um vilja þjóðarinnar.

„Maður er nátt­úru­lega hissa, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið, að ekki sé hægt að setja ein­fald­lega niður þenn­an dag og ég skil það ekki að það sé búið að halda tvo fundi í stjórn­ar­ráðinu með stjórn­ar­and­stöðunni og afrakst­ur­inn skuli enn vera sá að það sé ennþá loðið og lævi blandið hvenær verður kosið,“ sagði Svandís. „Mér finnst þetta dóna­legt gagn­vart þjóðinni,“ bætti hún svo við.

Þetta segir Svandís í sjónvarpsþætt í morgun samkvæmt endursögn mbl.is. Hún tilheyrir drjúgum minnihluta á Alþingi en talar eins og hennar sé valdið, mátturinn og dýrðin. Þetta er konan sem seldi stefnu síns flokks fyrir sæti í ríkisstjórn. Og ekki nóg með það.

Það var hún sem sýndi þjóðinni í tvígang þann dónaskap að segja ekki af sér þegar búið var að fella Icesave samningana undan henni og ríkisstjórninni sem hún sat naglföst í.

Hún og félagar hennar einkavæddu bankanna á ríkisstjórnartíma sínum á þann hátt að kröfuhafar þeirra fengu þá gefins. Og til þess að sykra nú dálítið gjöfina fengu þeir afslátt af íbúðaskuldum heimilanna í landinu svo bankarnir gætu hagnast enn betur á gjöfinni.

Þessari konu ferst að skálda upp dónaskap á núverandi þingmeirihluta. Hið eina sem Svandís gæti í raun og veru gagnrýnt meirihlutann fyrir er að stytta yfirstandandi kjörtímabil og kjósa í haust í stað þess að kjósa eftir eitt ár. Það er eina ávirðingin sem hún hefur en notar ekki.

Svandís er ekki þjóðin en hún þykist vera það.

 


mbl.is Dónaskapur gagnvart þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband