Er ólýðræðislegt ef sami maður er oft kjörinn forseti?

Furðuleg er sú afstaða að forseti megi ekki vera við völd í sex kjörtímabil. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Hún talar oft um lýðræði en skilningur hennar á því virðist nú ekki rista djúpt.

Ég sé ekkert að því þótt sami maður sé forseti svo lengi sem hann fær fái meirihluta atkvæða í hvert skipti sem hann býður sig fram. Í því felst lýðræðið.

Hins vegar má alveg binda í lög að sá einn kjöri verði kjörinn sem fær meira en helming atkvæða miðað við þá sem eru kjörskrá. Ekki miða við kjörsókn. Þá lendum við í sömu vitleysunni og með flugvallakosninguna í Reykjavík og kosningu um stjórnarskrárhugmyndir stjórnlagaráðs að léleg kjörsókn sé ásættanleg.

Raunar er það svo að Birgitta heldur því þar að auki fram að hér á land geti minnihlutinn Alþingis ráðið þvert á það sem meirihlutinn vill.

Þetta með forsetakosningar og þingræðið ber ekki vott um að hún skilji eðli lýðræðisins. Miklu frekar að hún beygi það og beygli svo það virðist styðja skoðanir hennar.

Vonandi sjá kjósendur í gegnum svona ómerkilegan málflutning.


Ólafur Ragnar er ekki meðframbjóðandi Hrannars Péturssonar

Líklega er Hrannar Pétursson að misskilja framboðstilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands frekar illilega. Sá síðarnefndi var ekki að taka ákvörðun um að bjóða sig fram með Hrannari Péturssyni, hvað þá einhverjum öðrum.

Ólafur Ragnar er mótframbjóðandi Hrannars Péturssonar. Þeir bjóða sig fram á móti hvorum öðrum. Síst af öllu eru þeir meðframbjóðendur.

Gera verður kröfu til þess að frambjóðandi til forseta Íslands tali rétt mál svo hann verði nú ekki misskilinn. 


mbl.is „Velkominn í slaginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfilegt að hjóla yfir gangbraut

Á vefmiðlum hefur sú skoðun verið viðruð að ekki megi hjóla yfir gangbraut heldur skuli hjólreiðamaður leiða hjól sitt. Umræða um þetta hefur spunnist upp vegna þess að Ómar Ragnarsson lenti í því að bíll ók á hann þar sem hann hjólaði yfir gangbraut.

Fleirum en mér þykir þetta fráleit túlkun á umferðalögum. Fyrir réttu ári svaraði fræðslustjóri hjá Samgöngustofu hins vegar spurningunni um rétt hjólafólks á sebrabrautum yfir götu. Svarið var þetta:

Gangbraut er skilgreind í umferðarlögum sem „Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut“.

Annars staðar þar sem fjallað er um gangbraut í lögunum er alltaf gert ráð fyrir að ekki sé aðrir en gangandi vegfarendur sem fara yfir akbrautina á gangbraut.

Í lögunum segir einnig „Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.“

Ekki er gangbraut þar með í upptalningunni og því má ætla að ekki skuli hjólað yfir á gangbraut heldur hjól leitt yfir. [...]

Má þá ætla að hjólreiðamaður fyrirgeri rétti sínum um forgang ef hann hjólar yfir sebramerkta gangbraut.

Þessi lögskýring stenst ekki. Með beinni lögjöfnun má álykta sem svo að gangbraut sé ekkert annað en framlenging á gangstétt eða gangstíg. Þar með ætti að vera leyfilegt að hjóla yfir gagnbraut rétt eins og að hjóla á gangstíg.

Um forgang er fjallað í tilvitnaðri klausu í lögunum þar sem segir að hjólamaður skal víkja fyrir gangandi fólki.

Hins vegar segir ekkert í lögunum aki bíll á hjólamann á gangbraut. Allt bendir til þess að réttur hans sé þá hinn sami og gangandi vegfaranda.

Að þessu sögðu má álíta sem svo að hafi Ómar Ragnarsson sýnt tilskilda varúð er hann hjólaði á rafmagnshjóli sínu út á gagnbrautina sé ökumaðurinn sem ók á hann bótaskyldur. Undir þetta tekur Sigurður M. Grétarsson í athugasemdadálki vegna fyrri pistils um Ómar. Sigurður segir:

Í það minnsta gerir lögregla ekki athugasemd við það og ekkert tryggingafélag hefur reynt að koma sér undan bótaskyldu þegar bílar tryggðir hjá þeim hafa ekið niður hjólreiðamenn sem hafa hjólað yfir gagnbraut. Ég sjálfur hef lent tvisvar í árekstri við bíl við slíkar aðstæður. Í öðru tilfelli gerði viðkomandi ökumaður tilraun til að koma sökinni yfir á mig en niðurstaða tryggingafélaganna var sú að ég væri í rétti. Í hinu tilfellinu vísaði ökumaðurinn einfaldlega á tryggingafélagið sem viðurkenndi bótaskyldu og greiddi mér tjónið. Þeir sem halda því fram að það beri að leiða reiðhjól yfir gangbraut eiga sér fáa fylgismenn meðal sérfræðinga í umferðalögum.

Þetta er enn ein staðfestingin á því að hjólamönnum sé heimilt að hjóla yfir gangbraut. Önnur túlkun á þessu hlýtur að vera tóm vitleysa.

Hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum og ef ætlunin er að túlka umferðalögin svo þröngt að stíga þurfi af baki og ganga yfir gangbraut þá er það þvert gegn þeirri hagkvæmni sem hjólreiðar vissulega eru.

Svo má alveg íhuga að bæta umferðarlögin hvað varðar hjólreiðar og einnig gangandi umferð. Sérstaklega ber að leggja áherslu á að hjóla- og göngufólk haldi sig hægra megin á göngustíg og gangstéttum. Margir ganga og hjóla vinstra megin og valda þannig vandamálum og hættu.

 


Bloggfærslur 18. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband