Hugsunarlaus akstur á vinstri akrein

Umferð1Umferðin í Reykjavík er óskipulögð og erfið. Að mestu leyti er það vegna þess að ökumenn eru hugsunarlausir og jafnvel kærulausir. Dæmi um það er vinstri akreina akstur á tveggja akreina götum.

Líkur benda til að umferðin gæti verið miklu greiðari ef ökumenn héldu sig almennt á hægri akgrein en nýttu þá vinsti einungis til framúraksturs. Þess í stað virðast ökumenn nota báðar akreinar á sama hátt án tillits til annarra. 

Framnúrakstur er því vonlítill og umferðin silast á svipuðum hraða á báðum akreinum og langar raðir myndast. Eða þá að ökumenn taka að stunda stórsvig, þræða sig á milli akreina til að komast framhjá kjánum sem skilja fátt og ætla ef til vill að beygja til vinstri eftir fimm kílómetra, og aka samt yfir fjölda gatnamóta.

Raunar ætti reglurnar að vera þessar og eru það raunar að hluta:

  1. Ökumenn eiga að halda sig almennt á hægri akrein.
  2. Vinstri akrein er fyrst og fremst til framúraksturs eða þegar ætlunin er að beygja fljótlega af götunni og til vinstri.
  3. Sá sem er á vinstri akgrein og ekur jafnhratt eða hægar og bílar á þeirri hægri á að færa sig yfir á þá akrein.

Umferð2Einfaldara getur þetta ekki verið.

Hér eru tvær myndir. Þær eru teknar á brúnni þar sem Bústaðavegur liggur yfir Hringbraut. Þar geng ég oft yfir á leið í vinnu og sé alltaf það sama. Bílar eru á vinstri akgrein, jafnvel þegar sú hægri er auð, og hraðinn er nákvæmlega hinn sami á báðum akreinum.

Hvernig getur umferðin verið skilvirk þegar ökumenn vanda sig ekki í umferðinni.

Lögreglunni er mikið niðri fyrir vegna þess að ökumenn tala í síma á meðan þeir eiga að vera að stjórna bíl sínum, hún sektar fólk fyrir of hraðan akstur, fyrir að virða ekki umferðaljós eða álíka. Ekki einn einast lögreglumaður gefur „vinstri sinnum“ í umferðinni tiltal. Stundum sér maður jafnvel lögreglubíla silast áfram á vinstri akrein, enginn þorir framúr og langar biðraðir myndast fyrir aftan.

Verst er þó að engin umferðamerki eru til að benda ökumönnum á að nota hægri akrein og sú vinstri sé fyrir frammúrakstur.


Bloggfærslur 2. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband