Var fréttin um sjúkrarúmin í bílageymslunni uppspuni?

MílageymslaEru öll međöl leyfileg og ţar međ ađ segja ósatt í fjölmiđlum. Ţetta dettur manni í hug eftir ađ hafa fylgst međ fréttaflutningi af uppsetningu sjúkrastofu í bílageymslu Borgarspítalans. 

Í umrćđuţćtti á vefmiđlinum Eyjunni sagđi Hermann Guđmundsson, framkvćmdastjóri samtakanna Betri spítali ađ ţetta međ sjúkrarúmin í bílageymslunni hafi bara variđ hluti af áróđri Landspítalans til ađ halda áfram uppbyggingu Landspítalans viđ Hringbraut. Hann sagđi í ţćttinum:

Ég veit ekki betur en ađ ţađ sé búiđ ađ taka alla ţessa ađstöđu niđur, ţađ voru engir sjúklingar ţarna ţessa nótt. Í mínum huga var ţetta bara leikrit… og ómerkilegt leikrit.

Hafi forstjóri Landspítalans fariđ vísvitandi međ rangt mál varđar ţađ án efa lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, nr. 70 frá 1996. Í 14. grein laganna segir međal annars:

Hann skal forđast ađ hafast nokkuđ ţađ ađ í starfi sínu eđa utan ţess sem er honum til vanvirđu eđa álitshnekkis eđa varpađ getur rýrđ á ţađ starf eđa starfsgrein er hann vinnur viđ.

Sé ţađ rétt ađ forstjóri Landspítalans hafi fariđ međ rangt mál í viđtölum viđ fjölmiđla út af sjúkrarúmum í bílageymslunni er hann í alvarlegum vanda.

Auđvitađ fyllast menn tortryggni ţegar máliđ er skođađ nánar. Ţađ getur hreinlega ekki veriđ sćmandi ađ bíll sé í sama rými og sjúklingar, jafnvel ekki örfá augnablik.

Undanfarnar vikur hefur hver fréttin rekiđ ađra frá Landspítalanum. Svo margir hafa veikst međal annars af flensunni ađ öll rými fylltust og sjúklingar ţurftu ađ liggja í rúmum á göngum spítalans. Mikiđ skelfing sem mađur hafđi samúđ međ starfsfólki og ekki síđur fárveiku fólkinu.

Getur veriđ ađ ţessar fréttir sé plantađar í fjölmiđla vegna einhvers áróđursstríđs um byggingu nýs spítala og ţá gegn hugmyndum um uppbyggingu Landspítalans viđ Vífilsstađi?

Svo kom forstjóri Landspítalans í sjónvarpiđ um helgina og lýsti húsnćđisvandanum ţannig ađ nú vćri búiđ ađ taka hluta af bílageymslum spítalans undir sjúkrastofur. Birtar voru myndir af uppbúnum sjúkrarúmum og lćknum og hjúkrunarfólki á vappi á blautu gólfi undir plasthimni. Svo var sjúkrabíl ekiđ inn viđ hliđina á plasttjöldum og líklega var slasađur eđa veikur sjúklingur í honum. Glöggt mátti sjá ađ plasttjöldin náđu niđur í á ađ giska hnéhćđ og fyrir innan fótađi fólk sig fimlega á milli rúma.

Já, viđ bláeygir og saklausir áhorfendur og fréttalesendur höfum mikla samúđ međ stöđu mála og aumingjans forstjórinn var hreinlega ráđţrota. Gvöđ, hvađ stađan er slćm. Viđ verđum ađ fara ađ byggja nýtt sjúkrahús viđ Hringbraut.

Eđa er betra ađ taka framvegis öllum fréttum um Landspítalann međ fyrirvara? Ţćr geta veriđ tómur uppspuni.

Viđbót kl. 17:50: Á visir.is kemur eftirfarandi fram:

Engir sjúklingar gistu sjúkrarými sem sett var upp í bílageymslu Landspítalans um helgina. Rúmum var komiđ fyrir í bílageymslunni, sem notuđ hefur veriđ sem sjúkrarými í hópslysum og á ađ vera notađ í eiturefnaslysum, vegna gríđarlegs álags sem var á spítalanum í síđustu viku.

Búnađurinn sem komiđ var fyrir hefur veriđ tekinn niđur og fluttur aftur inn á spítalann. Ţađ er ţó fljótgert ađ koma aftur upp rými í bílageymslunni ef ţörf er á.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagđi ţegar sjúkrarýmiđ var sett upp ađ um öryggisógn á spítalanum hefđi veriđ ađ rćđa.

„Viđ vorum međ 28 sjúklinga hér á gangi á miđvikudagskvöldiđ og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala,“ sagđi Páll í kvöldfréttum Stöđvar 2 á föstudagskvöld. „Auđvitađ er ţetta ekki félegt, en ţetta er tryggara en ef viđ vćrum ađ dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“

Ţessi frétt bćtir ekkert stöđu Landspítalans eđa forstjórans. Allt bendir til ađ uppsetning sjúkrarýmisins í bílageymslunni hafi veriđ áróđursbragđ, uppspuni stjórnenda spítalans.

Myndin eftur „Unu“ er tekin traustataki af visir.is.


Bloggfćrslur 14. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband