Skilja Vinstri grænir Borgunarmálið eða giska þeir bara?

Líklega er það bara mannlegt að reyna að finna blóraböggul til að taka alla þá sök sem hægt er. Hins vegar er það aldrei stórmannlegt að kalla eftir blóði, síst af öllu áður en öll kurl eru komin til grafar.

Vinstri grænir eru þannig innbyggðir að þeir þykjast vita meira en allir aðrir og skilja allt betur. Þess vegna eru þeir svo fljótir að kalla eftir afsögn, en aðeins þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þegar þeir eru í stjórn skipuleggja þeir skjaldborg um alþýðu manna og heimilin eins og gerðist á síðara kjörtímabili. Vegna aðgerðarleysis og jafnvel skilningsleysis þjáðist fólk innan þessarar skjaldborgar og fjöldi dæma sannar að Vinstri grænir tóku afstöðu með fjámagnseigendum frekar en alþýðu manna.

Auðvitað má taka ofan fyrir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, fyrir að skilja út á hvað Borgunarmálið snýst.

Að vísu var hún og aðrir þingmenn Vinstri græna svo grænir að reyna að draga Bjarna Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra til ábyrgðar í því máli og kröfðust afsagnar hans. Að vísu rann á þá réttur litur er þeir skildu að Bankasýslan fer með málefni bankans en ekki ráðherrann og þeir roðnuðu lítilsháttar vegna skilninsleysisins.

Og nú halda Vinstri grænir að þeir hafi áttað sig á eðli Borgunarmálsins og vilja að blóðið renni. Öll yfirstjórn Landsbankans á að víkja.

Hver í ósköpunum getur tekið mark á skilningi Vinstri grænna hvort heldur þeir eru grænir eða rauðir í framan? Ekki áttuðu þeir sig á Icesave og gera ekki enn. Þeir halda fram að með Svavarssamningnum hefði þjóðin engu tapað og væri í dag í betri stöðu en án þeirra. Aðrir þakka þó sínum sæla fyrir því að þjóðin var ekki gerð ábyrg fyrir skuldum óreiðumanna og tók ekki á sig vexti sem hlotist hefðu af samningum Svavars Gestssonar.

Og hvorki Vinstri grænir né aðrir skilja hvers vegna Kaupþing og Glitnir voru afhentir kröfuhöfum án nokkurrar greiðslu. Það mál vekur nú ekki traust á þessum minnihlutahópi í íslenskum stjórnmálum.

Vinstri grænir skildu ekki heldur klyfjar gengislána og gerðu ekkert á stjórnartíma sínum en að styrkja bankana þegar Hæstiréttur dæmdi þau ógild.

Þeir skildu ekki áhrif hrunsins á eignir heimila og fjölskyldna og neituðu að koma til móts við þá sem áttu í vanda.

Lái manni hver sem vill en ég hef þá trú á skilningi Vinstri grænna hvort þeir eru í ríkisstjórn eða utan. Það kjaftar á þeim hver tuska í dag fyrir hönd alþýðu landsins en það er bara ekkert að marka.

Ég held að þeir séu að notfæra sér þetta Borgunarmálið til að sýnast klárari en þeir í raun og veru eru, þekir eru bara að giska sem er mun verra en að vera illa að sér.


mbl.is Stjórn Landsbankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband