Maður nokkur verður fyrir því að Þorvaldur Gylfason hælir honum

ÞorvaldurÞau tíðindi gerðust í dag að Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, talaði hvorki illa um nokkurn mann né rægði í grein í Fréttablaðinu, sjá hér á visir.is.

Þvert á móti var greinin ein lofsaga um listamann nokkurn sem óumdeilanlega hefur skapað sér góðs orðs í listum en er þó umdeilanlegur í stjórnmálum. Hann situr nebbnilega í níunda sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður.

Sagt er að skrif Þorvaldar viti á gott. Aðrir taka þessum tíðindum mátulega og benda á fyrri greinar mannsins. Hann sé heiftúðugur, rætinn og hagræði iðulega sannleikanum lítilsháttar. Hið síðarnefnda er raunar talin hættulegust allra ósanninda, miklu verri en hálfsannleikurinn.

Hér er varla hægt annað en að hrósa Þorvaldi fyrir að hrósa listamanninum fyrir sýningu hans í Hirshhorn-safninu í Washington-borg. Það er eitthvað svo fjarska falleg þegar Þorvaldur sýnir gleði í skrifum sínum. Eitthvað svo fjarska, fjarska ... „Trúlegt“, botnaði maður sem átti leið framhjá og hló að mér um leið ...

Segi menn svo að Þorvaldur sé ekki uppspretta sannrar gleði.


Bloggfærslur 29. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband