Þeir sem sjá inn í framtíðina

Sagt er að jólasveinarnir viti hvað hver og einn fær í jólagj. Um það deilir enginn. Veðurfræðingar búa ekki til veður en þeir hafa rökstuddan grun um hvernig það verður næstu daga. Þeir sem búa yfir skyggnigáfu eða eru draumspakir teljast vita eitthvað um ókomna tíð. Þá eru upptaldar þær stéttir sem eitthvað vita um framtíðina.

Stjórnmálafræðingar segjast ekkert vita um framtíðina en engu að síður giska þeir hver um annan þveran í fjölmiðlum. Það mega þeir svo sem gera en enginn 

Nú hefur það gerst að fjölmiðill, vefritið pressan.is hefur, vitnar í einhvern sem ekki er stjórnmálafræðingur, heldur leikmann sem raunar er einn þekktasti álitsgjafi landsins. Haft er eftir Agli Helgasyni, fjölmiðlamanni, að ekkert sé að gerast í stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir:

Nú er staðan svo treg í stjórnarmyndunum að engar fréttir hafa verið af þeim í marga daga, engum þreifingum eða hugmyndum um hvernig eigi að leysa stjórnarkreppuna.

Þessi málsgrein er tær snilld, hugsunin bráðskýr. Mætti halda að Egill væri stjórnmálafræðingur. Furðulegt að enginn skuli hafa fattað að ekki sé búið að mynda ríkisstjórn.

Svo versnar í því því Egill sér fram í tímann rétt eins og hann sé jólasveinn, veðurfræðingur eða skyggn:

Ég skrifaði um það strax í sumar að stefndi í stjórnarkreppu eftir kosningar – ég talaði líka um að haldnar yrðu kosningar en í þeim yrði í raun enginn sigurvegari.

Egill hefði átt að leggja vekja athygli á þessum spádómi sínum í sumar, þá hefðum við getað sleppt því að efna til kosninga.

Nú þarf Egill að svara þeirri knýjandi spurningu hvort það taki því að efna aftur til kosninga eða dugar að hafa landið áfram með meirihlutalausri minnihlutastjórn?


Þrír jarðskjálftar við Hjalteyri

Hjalteyri 1Fyrstu upplýsingar af sjálfirkum vef Veðurstofunnar um jarðskjálfta í Eyjafirði bentu til þess að tveir stóri skjálftar hefðu orðið á miðri Hjalteyri. Síðar kemur í ljós að upptök þeirra eru aðeins sunnar, raunar um 12 km suðsuðvestan við Grenivík. Sjá meðfylgjandi kort

Skjálftarnir voru raunar þrír:

  1. Kl. 9:41, vægur skjálfti, 1,1 stig, 11,6 km dýpi
  2. Kl. 9:44, snarpur skjálfti 3,5 stig, 12,3 km dýpi
  3. Kl. 9:49, nokkuð vægur skjálfti, 1,6 stig, 11,8 km dýi

Hjalteyri 2

Talið er mjög ólíklegt að skjálftar í Eyjafirði eigi upptök sín vegna eldvirkni. Fyrir utan er svokallaður Eyjafjarðarall sem er sigdalur og talið fráreksbelti sem einu sinni var virkt en er nú talið að sé dvínandi. Jarðskjálftarnir gætu einfaldlega verið tengdir því að jarðlög síga.

Stærstu skjálftar á þessu svæði hafa flestir verið á hafsbotni. Skemmst er þó að minnast svokallað Dalvíkurskjálfta sem varð í byrjun júní 1934 og er talinn hafa verið rétt rúmlega 6 stig. Upptök hans voru á hafsbotni, skammt utan við Dalvík en þar hrundu mörg hús og önnur skemmdust.

Bein loftlína milli Hjalteyrar og Dalvíkur er ekki meiri en 20 km.

 


mbl.is Jörð skelfur fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband