Sjálfstæðismenn eru ekkert hoppandi hrifnir af ríkisstjórn með VG

Sé Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á þeirri skoðun að flokkur sinn geti unnið með Sjálfstæðisflokknum, á hann að segja svo.

Æ, fleiri eru farnir að tala eins og véfrétt, draumaráðningarfólk, spámenn eða álíka lið sem veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn vill tala hreint út því þá er alltaf hætta á að hlutirnir þróist þvert á það sem spáð er. Betra er að tala í allar áttir til þess að geta síðar meir sagst hafa spáð rétt. Að minnsta kosti segist Steingrímur hafa séð hrunið fyrir og er hann þó ekki meðal frænkustu spámanna landsins.

En fyrst að Steingrímur hefur sagt að ekki skuli loka neinum dyrum er næst á dagskránni að segja það sem allir eru að tala um: Ríkisstjónrarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn kemur til greina ... Ekki blaðra út í allar áttir.

Steingrími til hugarhægðar skal það tekið fram að við Sjálfstæðismenn erum ekkert hoppandi hrifnir af ríkisstjórn með Vinstri grænum. Það er einfaldlega svo að okkur langar síður að leika við þá sem ítrekað hafa hrekkt okkur í sandkassanum.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veit mætavel um hug okkar Sjálfstæðismanna og að formaður flokksins myndi þurfa að leggja mikla vinnu á sig til að sannfæra okkur og ekki er víst að hann hafi árangur sem erfiði.


mbl.is Telur VG þurfa tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband