Mikill skjálfti í Bárðarbungu

SkjálftarEkki telst til tíðinda þó jörð skjálfi nema mikill skjálft mælist. Í gærkvöldi hófst skjálftahrina í norðanverðri Bárðarbungu. Um tuttugu skjálftar, eitt stig eða meiri, hafa orðið þarna á einum sólarhring, það er frá því um kl. 19 í gærkvöldi.

Merkilegast er að einn skjálfti náði að verða 4 stig, sem er nú frekar sjaldgæft. Annars voru samtals sex skjálftar stærri en þrjú stig. Allir eru skjálftarnir á mismunandi dýpi, allt frá 100 m undir yfirborði og niður í átta km.

Á meðfylgjandi korti frá Veðurstofunni sjást upptök skjálftanna.

Skjálftar yfir þremur stigum eru merktir með stjörnu. Hrinan er eins og vant er í norðurhluta Bárðarbungu, líklegast á jaðri öskjunnar.

Vinstra megin á kortinu er Tungnafellsjökull og nyrst í Vatnajökli er Dyngjujökull.


Bloggfærslur 19. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband