Jón Þór Ólafsson þingmaður hótar og hótar en enginn hlustar

Óttarr Proppé er vingjarnlegasti og kurteisasti maður sem þið hittið. Eflaust þolir hann ekki að vera hataður eins og mun gerast þegar hann styður aftur og aftur og aftur spillingu forystu XD í þingsal, á nefndarfundum, í atkvæðagreiðslum.

Lög um bitlinga. Óttar Proppé. Já.
Lög á verkföll kennara. Óttar Proppé. Já.
Lög um einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Já.

Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, um formann Bjartrar framtíðar. Ástæðan er án efa sú að Óttar tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. 

Píratar ætluðu eins og svo margir aðrir stjórnmálaflokkar að breyta umræðuhefðinni í íslenskri pólitík. Frá stofnun flokksins hefur ekkert breyst. Jón Þór og fleiri Píratar hafa hins vegar tileinkað sér gamaldags umræðuhefð sem byggir á illu umtali og almennum leiðindum. 

Fyrir örfáum dögum hótaði Jón Þór að kæra úrskurð kjararáðs nema því aðeins forseti Íslands, kjararáð og formenn þingflokkanna lýstu því yfir að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi.

Enginn hefur gefið út neina yfirlýsingu til að þóknast þingmanninum. Enn stendur úrskurður kjararáðs óhaggaður og Jón Þór hefur ekki kært einn eða neinn né höfðað mál.

Hann stendur hins vegar eftir eins og kjáni, búinn að hóta kæru en enginn hlustar

Hvað er verra en að vera stóryrtur þingmaður sem enginn tekur mark á? 

 

 


Bloggfærslur 12. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband