Kosningapróf segir ekkert um pólitíska afstöðu

Svokölluð „kosningapróf“ eru í besta falli lélegur samkvæmisleikur. Það getur aldrei komið í staðinn fyrir rökhugsun hvers og eins. Þar að auki geta spurningarnar seint endurspeglað hið pólitíska svið og því til viðbótar eru svörin of einhæf.

Sá sem hefur skoðun á stjórnmælum getur aldrei tekið undir já eða nei svör. Þannig aðferðarfræði er alls ekki greindarleg. Útilokað er að pólitísk skoðun byggist á þessu:

  1. Mjög ósammála
  2. Frekar ósammála
  3. Hvorki sammála né ósammála
  4. Frekar sammála
  5. Mjög Sammála
  6. Vil ekki svara

Sá sem semur spurningarnar getur hæglega verið leiðandi í spurningum sínum, lagað þær þannig til að sá sem tekur „prófið“ fer ósjálfrátt eftir leiðandi svörum höfundarins. Þar að auki er ekkert gefið upp um einkunnagjöfina. Afar einfalt er að segja að svörin/fullyrðarnar sýni að sá sem prófið tekur sé á allt annarri skoðun en hann í raun og veru er.

Tökum sem dæmi fullyrðingu eins og þessa:

Íslensk menning á undir högg að sækja vegna alþjóðavæðingar.

Svarið getur hvorki verið já eða nei eða eitthvað þar á milli. Fullyrðingin krefst umræðu og yfirlegu og að því loknu hefur maður myndað sér skoðun. Hún er ekki ein af þeim sex möguleikum sem gefnir eru hér á undan.

Væri skynsamur maður spurður að því hvort menningin eigi undir högg að sækja vegna alþjóðavæðingar þá getur svar hans verið afar fjölbreytilegt og snerti aldrei þessi sex svör.

Dæmi: Vissulega á tungumálið undir högg að sækja. Hins vegar blandast íslensk menning að hluta til saman við menningu annarra þjóða rétt eins og alltaf hefur gerst en þó aldrei hraðar en núna. Það þýðir hins vegar ekki að menningin verði önnur, heldur ný bætist við. Er það slæmt? Já, ef ný menning útrýmir tungumálinu. Nei, ef tungumálið eflist og auðgast. Já, ef íslensk menning hefur aldrei komist í snertingu við utanaðkomandi menningu.

Þetta er hins vegar ekki allt enda mörgu sleppt, jafnt það sem gott er og einnig hitt. Þar af leiðandi er ein af fullyrðingunum sex ekki nægileg og svarið verður svarið seint flokkspólitískt.

Þessi lágkúra sem „kosningapróf“ sannarlega er hefur enga þýðingu. Þetta er eins og þegar við unglingarnir í gamla daga skiptumst í hópa eftir því hvort við „héldum með“ Bítlunum eða Rolling Stones. Eða þá hvort við vorum Valsarar eða KR-ingar. Í sannleika sagt vissu allir að bæði Bítlarnir og Rollingarnir sömdu góð lög, raunar frábær, þess á milli sem þau voru lakari ... eða okkur fannst þau léleg. Valur átti sína slöppu leiki og einnig KR en stundum urðu þessi félög Íslandsmeistarar í fótbolta, handbolta eða körfu.

Sama er með stjórnmálin. Afar auðvelt er að fletja þau út, gera stefnu og skoðanir að einhverjum dægurmálum sem breytast eftir því hvernig vindurinn blæs. Þannig eru „kosningapróf“.

Jú, auðvitað er ég hlyntur því að Ísland aðstoði aðrar þjóðir og taki á móti flóttamönnum. Vandamálið felst ekki í því að sumir vilji það ekki. Meiru máli skiptir að sumir sem vilja setjast hér að eru ekki á flótta meðan aðrir eru að berjast fyrir lífi sínu. Þeir hugsan í stjórnmálum verða líka að átta sig á því að fjármagn er takmarkað og ekki er hægt að gera allt fyrir alla jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi.

Sá sem er svo skyni skroppinn að hann þurfi að taka „kosningapróf“ til að átta sig á pólitískri stöðu sinni her að biðja um að einhver ljúgi að sér. Hann er ruglaður í ríminu og lætur aðra ráðskast með sig án þess að skilja það. Svipað eins og að skoða ljósmyndir af fólki í þeim tilgangi að dæma um innræti þess ...

Í þessu ljósi öllu ættu menn að geta skilið ljóð Steins Steinars:

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).

Og þótt þú tapir,
það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

 


mbl.is Taktu kosningaprófið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vit og vitleysa um kirkjujarðir og afstöðu Pírata

Flutningsmenn tillögunnar [þingflokkur Pírata] telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 en eins og réttilega hefur verið bent á liggur enginn ákveðinn listi fyrir yfir þær eignir. Ríkið hefur nú þegar greitt yfir 30 milljarða til þjóðkirkjunnar vegna samningsins, eða um það bil 1,5 milljarða á ári.

Þetta segir í þingsályktunartillögu Pírata um að ríkisstjórnin hefji undirbúning að uppsögn samkomulags frá 1997 við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir og launagreiðslur presta. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdótir, alþingismaður.

Séra Geir Wage, prestur í Reykholti, teflir staðreyndum fram gegn þessari þingsályktunartillögu Pírata. Hann segir í snjallri grein í Morgunblaði dagsins (feitletrun er mín):

Þessi fullyrðing er villandi og beinlínis ósönn, því skýrslu kirkjueignanefndar fylgdi í tveimur bindum yfirlit yfir þessar eignir frá 1550 til útgáfuárs þeirra 1992 eftir Ólaf Ásgeirsson þjóðskjalavörð, sem nefndin rjeði til verksins. Þar eru ljósrit kaupbrjefa og annarra gjörninga er þær varða og nákvæm skrá yfir sögu eignarhalds þeirra þau 442 ár, sem skráningin tekur til. Hafi kirkjumálaráðuneytinu láðst að halda skrár yfir meðferð sína og annarra stofnana stjórnarráðsins á þeim eignum, sem það hafði í fjárhaldi og til ráðstafanar um 90 ára skeið, væri það tilefni til sjálfstæðrar rannsóknar, en varla gild ástæða til þess að svipta kirkjuna á Íslandi lögvörðum rjettindum.

Fullyrðingar sem Píratar byggja þingsályktunartillögu sína eru því að hluta til fallnar um sjálft sig enda má ljóst vera hvaða eignir standa undir samkomulagi ríkis og kirkju frá því 1997 um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar.

Geir segir svo í lok greinar sinnar og skýtur hann bæði á Pírata og fjármálaráðuneytið og virðist hafa talsvert til síns máls í báðum miðum:

Enginn vafi ljek því á því, hvaða verðmæti það voru, sem afhent voru með kirkjujarðasamkomulaginu í lögum 78/1997, eins og haft er eftir fjármálaráðuneytinu í greinargerðinni. Virðist sú fluga frá ráðuneytinu komin og er Pírötum á þingi því nokkur vorkunn, að vita ekki betur. Vekur þetta samhengi til umhugsunar um það vald sem embættismönnum er fengið með því að alþingismenn og alþýða öll hefur til skamms tíma treyst upplýsingum ráðuneyta og verið óvarin fyrir þeirri túlkun upplýsinga sem þaðan rennur í mörgu samhengi og, að því er virðist, rangfærslum þar sem einnig má bæta í með þögninni, eins og hjer vaknar grunur um.


Bloggfærslur 4. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband