Þegar Steingrímur og Össur gerðu samning um olíuvinnslu

MyndVita lesendur af hvaða tilefni þessi mynd var tekin?

Hún var tekin í janúar 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráherra, skáluðu með fulltrúum olíufélaga fyrir samningum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Síðan þessi mynd var tekin hafa Vinstri grænir og Samfylkingin lagt af stuðning sinn við olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Í gamla daga var sagt að fleiri hefðu leyfi til að breyta um skoðun en Framsóknarflokkurinn. Nú hafa Vinstri grænir og Samfylkingin bæst í hóp hentistefnuflokka og líkur benda til að þeir séu þar einir.

Vinstri grænir höfðu einu sinni þá stefnu að ganga ekki inn í Evrópusambandið. Þér féllu samstundis frá henni þegar þeim bauðst að vera ráðherrar í ríkisstjórn með Samfylkingunni. 

Nú eru kosningar til Alþingis eftir hálfan mánuð og með það í huga hafa báðir flokkar hætt við að styðja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Skrýtin tilviljun, en allir virta að þá má alveg treysta því að þeir standi við stefnu sína vilji svo ólíklega til að þeir verði saman í ríkisstjórn. Engin fordæmi eru fyrir því að þeir bregðist stefnu sinni.

Hið snjalla vefrit Andríki, Vefþjóðviljinn, vekur athygli á því að hópur sem nefnir sig „París1,5“ hefur gefið stjórnmálaflokkum einkunnir fyrir loforð um loftslagsmál. Flokkarnir sem hófu olíuvinnsluferlið á Drekasvæðinu fá hæstu einkunn í loftslagsmálum ásamt Bjartri framtíð, en tveir þingmenn þess flokks voru í Samfylkingunni á síðasta kjörtímabili.

Hins vegar fá ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem samþykktu að undirrita Parísarsamkomulagið um loftslagsmál arfaslæma einkunn í þessum málaflokki.

Þeir voru kátir ráðherrarnir sem lyftu glösum í janúar 2013. Má vera að þeir hafi dottið í'ða á kostnað skattgreiðenda. Um það ganga engar sögur. Hitt er þó alveg pottþétt að þeir Steingrímur og Össur ætlað að endurtaka leikinn, vera saman aftur í ríkisstjórn. Þeir hafa sammælst um það opinberlega.

Við kjósendur vitum þá það eitt að stefnuskrá Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru einskis virði. Þeir vinir fara sínu fram hvað svo sem skrifað stendur á einhverju blaði.


Bloggfærslur 15. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband