Já, yrđi Össur ekki bara góđur forseti ţrátt fyrir allt ...?

Einhverjir gera ađ ţví skóna ađ Össur Skarphéđinsson, alţingismađur og fyrrum utanríkisráđherra, ćtli ađ bjóđa sig fram til embćttis forseta Íslands. Ég held ađ hann vćri nú bara skástur ţeirra sem ég hef heyrt ađ hafi áhuga á djobbinu.

Ekki ţekki ég Össur persónulega. Man bara eftir honum sem róttćkum vinstri manni í Háskólapólitíkinni um ţađ leyti er ég hóf ţar nám. Sat nokkrum sinnum í stjórn stúdentaráđs og horfđi međ undrun á Össur, ţennan skarpa kómmónista sem ekki hatađist viđ forystu Vökumanna heldur tókst á viđ ţá međ leiftrandi húmor.

Hann var kjaftfor, veifađi hreinu sakavottorđi sem líklega var frekar óalgengt međal róttćklinga og reif kjaft á áheyrendapöllum Alţingis. Össur var á ţessum árum svona almennt velheppnađur Marxisti, Trotskyisti, Leninisti, Stalinisti eđa hvađ ţađ hét nú sem ţessir krakkar áttu viđ ađ etja í sál sinni á ţessum tíma.

Svo lćknađist Össur og hóf vegferđ sína til hćgri.

Hann dvaldi um stund í Alţýđubandalaginu, var ţar vinamargur enda góđur sögumađur og međ auga fyrir hinu skoplega í tilverunni. Ekki man ég eftir ţví ađ hann hafi komiđ viđ í Alţýđuflokknum en ţegar vinstri menn ákváđu ađ sameina vinstriđ í íslenskum stjórnmálum stökk hann til og varđ fyrsti formađur Samfylkingarinnar.

Ţar vermdi hann ađ eigin sögn sćtiđ fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem var vinstrisins útvaldi formađur. Ţar međ var sagan skrifuđ og síđan hefur leiđ Samfylkingarinnar legiđ niđur á viđ. Jafnađarmenn hafa alla tíđ haft einkennilegt lag á ađ niđurlćgja og rćgja formenn sína. Bćđi lentu í ţeim óţrifum, Össur og Ingibjörg. Össur er sá eini sem lifđi ţađ af í pólitíkinni.

Össur varđ svo utanríkisráđherra í einu vinstri stjórninni sem enst hefur út kjörtímabiliđ, ađ minnsta kosti svona formlega séđ. Örlög hennar voru ađ vísu eins og Brésnefs, ađalritara sovéska kommúnistaflokksins, sem dó löngu áđur en honum og samstarfsmönnum hans varđ ţađ ljóst. Vinstri stjórnin dó ţegar ţjóđin hafnađi Icesave en stjórnin vissi bara ekkert af ţví fyrr en löngu síđar heldur hélt áfram ađ gera óskunda í ţjóđlífinu eins og uppvakningurinn Móri sem hljóp erinda ţeirra sem vöktu hann upp.

Hćst bar stjórnmálaferil Össurar Skarphéđinssonar er hann ţann 16 júlí 2009 bar upp ţingsályktunartillögum um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og fékk hana samţykkta. Ţr var hann sem sigurvegari og veifađi ţingsályktuninni rétt eins og hann hafđi mörgum árum áđur veifađ sakavottorđinu sínu.

Aftur á móti verđur ađ segjast ađ Össur hefur vissulega skrapađ botninn á stjórnmálaferli sínum. Ţessi fimm mál marka ţann botn:

  1. Ţingsályktunartillagan um ađildina ađ ESB og ađ hafa neitađ ađ bera máliđ fyrst upp í ţjóđaratkvćđagreiđslu.
  2. Fullyrđingin um ađ ađlögunarviđrćđurnar vćru ađildarviđrćđur og ESB og Ísland gćtu samiđ jafnvel ţvert á Lissabonsáttmálann.
  3. Fullyrđingin um ađ fiskveiđiauđlindir Íslands gćtu veriđ undanţegnar í ađlögunarviđrćđunum viđ ESB
  4. Stuđningurinn viđ Icesave samninganna.
  5. Ţrátt fyrir digurbarkalega kosningabaráttu féll vinstri stjórnin eins móbergshnullungur úr tindi Vífilsfells og endar í frumeindum fyrir neđan.

Ţrátt fyrir allt ţetta og miklu meira virđist Össur haldiđ geđprýđi sinni og skopskyni. Manninn markar hvernig hann tekst á viđ áföllin. Ţau hafa ekki mótađ hann heldur styrkt. Hann stendur teinréttur ţrátt fyrir ESB máliđ, Icesave og síđustu kosningar, lćtur eins og ekkert hafi í skorist, bara gleymir öllu eđa mótmćlir öllu.

Já, ég vćri alveg tilbúinn til ađ kjósa Össur í forsetakosningunum. Ég hef ţá trú ađ hann, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, standi međ ţjóđinni og gefi lítiđ fyrir hagsmuni gamalla baráttufélaga sem trúa innst inni á rússnesk gáfumenni í kommúnistaflokki eđa sameinađa og sundrađa vinstrimenn í móbergsrykinu undir Vífilsfelli eđa annars stađar.


Bloggfćrslur 29. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband