Er Kári Stefánsson hættur að leggja samstarfsfólk sitt í einelti?

Ég sagði að ég hafi rek­ist á þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kringl­unni í gær og að hann hafi komið með þá kenn­ingu að frum­varpið hafi verið samið af Hög­um.

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við mbl.is. Með öðrum orðum sagt er Kári að dreifa sögusögnum. Það verður honum aldrei til framdráttar, en hversu mikinn frama þarf hann frekar.

Ég hitti lögreglumann í gær sem sagði að hann væri ekki viss um að Kári Stefánsson sé hættur að leggja samstarfsfólk sitt í einelti.

Er ekki alveg hrikalegt hversu vondur maður Kári er?“

„Jú, hann er skeppna.“

„Hann er skíthæll enda leggur hann samstarfsfólk sitt í einelti?“

Með því að dreifa sögusögnum er verið að gera lítið úr viðkomandi. Hér er ég að skrökva til um Kára og læt þess getið hvernig fólk hugsanlega gæti tekið á svona upplögnum fréttum. Er það ekki tilgangurinn með sögusögnum?

Sá sem ekki getur vitnað til heimildarmanns er einfaldlega að fara með staðlausa stafi. Slíkt er afar ómerkilegt.

Ég hef enga trú á því að þingmaður einhvers flokks vilji vera heimildarmaður Kára sé um að ræða eitthvað sem gæti komið samflokksmanni hans illa. Raunar er ég þess fullviss að enginn þingamaður ljúga upp á samþingmann sinn, sama í hvaða flokki hann er.

Ég er ekki jafnviss um heilindi Kára Stefánssonar eigi ég að taka mig af sögu hans um að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi fengið Haga til að semja áfengisfrumvarpið. Og að Kári skuli leggja samstarfsfólk sitt í einelti. Hræðilegt ...


mbl.is Segir yfirlýsinguna illa hugsaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband