Myndir af bílum sem taka tvö stæði í bílahúsi

IMG_5055Flestir lifa lífinu þannig að þeir vilja leggja af ósiði og bæta sig, þar með að taka ríkara tillit til annarra. Sá sem þetta ritar er jafn breyskur og aðrir en reynir hvað hann getur að vera hjálpsamur, málefnalegur ... en ekki tekst það nú alltaf sem skyldi.

Um þessar mundir hef ég vinnuaðstöðu á Laugaveginum og legg bílnum í Bílastæðishúsið á Hverfisgötunni. Listin IMG_5057að leggja í stæði er mörgum erfið, bílastæðin heldur mjó og oft þyrfti maður á góðri megrun að halda til að geta sæmilega komist út úr bílnum.

Það er hins vegar ekki stóra vandamálið heldur þeir sem ekki höndla þá list að leggja bíl sínum vel í stæði eða þá að þeir hreinlega nenna því ekki.

IMG_5366Daglega bölvar maður þeim sem leggja illa, raunar taka yfir tvö bílastæði með því að staðsetja bíl sinn nærri því á hvítri línu sem afmarkar þau og stundum er hreinlega lagt á línuna eða yfir hana. Tvö stæði tekin.

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið frá því 17. desember og fram til dagsins í dag. Hér kennir margra grasa.

IMG_5369Ekki er aðeins fínu bílunum illa lagt heldur eru þetta alls kyns bílar.

Viðbáran er eflaust sú að fólk er að flýta sér, má ekki vera að því að leggja almennilega. Sumir eru rétt að skreppa, verða bara nokkrar mínútur.

IMG_5371Betra er að orða þetta rétt. Þeir sem ekki kunna að leggja í stæði ættu ekki að hafa réttindi til að aka bíl. Sá sem ekki getur stjórnað bíl undir svona kringumstæðum er slæmur bílstjóri. Sá sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og tekur ekki tillit til annarra er slæmur bílstjóri. Sá sem er að flýta sér svo mikið að hann geti ekki farið eftir reglum er slæmur bílstjóri.

IMG_5372Hér eru nokkrar myndir teknar í bílastæðahúsinu og sýna hvernig slæmir ökumenn leggja bílum sínum.

Af hverju fara stöðumælaverðir ekki inn í bílahúsin og sekta þá sem taka tvö stæði?

Með því að klikka einu sinni á mynd má stækka hana og þá má betur sjá smáatriðin.


Bloggfærslur 15. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband