Sönn gleði vinstri manna vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars

Rétt á eftir nýársávarpi forseta Íslands opnaði ég svaladyrnar hjá mér og leit út í barrelútsynninginn og élin. Þá var eins og ég heyrði margraddað feginsandvarp innmúraðra vinstri manna, þeirra sem vildu láta þjóðina samþykkja skuldir óreiðumanna,Icesave-samninginn. Loksins, loksins, Ólafur Ragnar ætlar að hætta, sagði kórinn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við mbl.is í dag:

Ætli hans stærsta af­rek á for­seta­ferl­in­um hafi ekki verið að færa þjóðinni rétt­inn til að út­kljá Ices­a­ve-deil­una.

Og skyndilega standa aðrir stjórnmálaforingjar upp, jafnvel þeir sem áttu undir högg að sækja gagnvart þjóðinni og forseta Íslands og þeir mæra Ólaf Ragnar. Þeir eru svo innilega kátir og glaðir með ákvörðun hans að allar misgjörðir eru fyrirgefnar og gleymdar.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og grjótharður stuðningsmaður allra Icesave-samninga ræður sér ekki fyrir kæti er hann segir þetta á Facebook og þerrar gleðitárin um leið:

Bestu þakkir til Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir farsælan embættisferil og bestu óskir um farsæla framtíð til hans og Dorritar.

Birgitta Jónssdóttir, formaður Pírata, sem veit oftast ekki hvort hún er að koma eða fara, en hvað varðar Ólaf Ragnar er hún óskaplega fegin að hann skuli hætta og þetta var það sem henni datt í hug á mbl.is:

Hún seg­ir ákvörðun Ólafs vera góða enda eigi eng­inn lýðræðis­kjör­inn for­seti að sitja eins lengi í embætti og hann hef­ur gert.

Er það ekki annars hafið yfir allan vafa að menn eiga að fá sitja í kjörnum embættum svo lengi sem þjóðin styður þá? Út á það gengur lýðræðið. Hafi Ólafur Ragnar Grímsson setið of lengi þá er það ekki honum að kenna heldur þjóðinni. Ekki hvað Birgittu finnst ...


Bloggfærslur 1. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband