Íslenskt skattfé var ekki notað til að greiða vanskil óreiðumanna

Fyrirsagnahausar og annað fólk sem er frekar ill að sér veður nú upp á dekk og segir: Já, vissi ég ekki. Nú er verið að borga Icesave skuldina sem við áttum að vera laus við.

Staðreyndin er hins vegar þessi:

  1. Þjóðin hafnaði kröfu vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms þess efnis að skattfé almennings væri notað til að greiða skuldir einkaaðila. Munum að Davíð Oddsson, fyrrum Seðlabankastjóri sagði að þjóðin ætti ekki að ábyrgjst vanskilaskuldir óreiðumanna. Og hún gerði það ekki. Þjóðin rassskellti svo vinstri stjórnina í næstu þingkosningum á eftir.
  2. Icesave skuldin var greitt með eignum gamla Landsbankans og Tryggingasjóði innistæðueigenda, peningar sem komu ekki af skattfé þjóðarinnar.
  3. Fyrir forgöngu forseta Íslands hafnaði þjóðin því að taka að sér vaxtaskuldir vegna Icesave samninganna, mörg hundruð milljarða, líklega hafa vextirnir einir verið nálægt 400 milljörðum króna að núvirði.

Kratar og vinstri aðrir menn skildu ekki eðli skulda gömlu bankanna og hótuðu þjóðinni þar af leiðandi öllu illu. Muna ekki einhverjir eftir „Kúbu norðursins“, orðalag sem Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra í vinstri stjórninni lét hafa eftir sér í hræðsluáróðri vinstri manna með Icesave samningunum. Gylfi þess er nú prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og líst án efa vel á stöðu efnahagsmála á Íslandi um þessar mundir.

Þeim er vorkunn vinstri mönnum. Í fyrsta sinn er hrein vinstri stjórn tókst að tóra í fjögur ár er arfleifðin Icesave samningar sem þjóðin kaus gegn. 


mbl.is Samið um lokauppgjör Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband