Tignarlegt útsýni á degi íslenskrar náttúru

LambafellsgjaÍ tilefni af degi íslenskrar náttúru ók ég með öðrum að Höskuldarvöllum sem eru skammt suðvestan við Keili. Þar er mikilfenglegt landslag, stórkostleg hraun, Trölladyngja (sem er í raun ekki dyngja í jarðfræðilegum skilningi), Grænadyngja (sem ekki er heldur dyngja)

Þar er Lambafell og hin víðfræga Lambafellsgjá. Meðfylgjandi mynd er tekin úr gjánni og má sjá þar til Esju og höfuðborgarinnar ef grannt er skoðað.

Veðrið var eins og best verður á kostið. Glampandi sól, hiti og norðan andvari til að kæla göngufólk. Verð þó að viðurkenna að hlémegin við Lambafell var mun hlýrra en uppi eða áveðurs.

Neðri myndin er tekin af Lambafelli og horft í suður. Þar er Grænadyngja, Trölladyngja (með tindinum) Höskuldarvellir og lengst til hægri Keilir ásamt börnum sínum.

Tignarlegt útsýni á degi íslenskrar náttúru og afmælisdegi Ómars Ragnarssonar.

Lambafell


Bloggfærslur 16. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband