Hroki Samgöngustofu vegna orđa Páls Einarssonar

Hekla 1983Ţađ getur veriđ ađ ţeir séu međ einn flugpunkt yfir Heklu. Viđ vitum ekkert um ţađ, en ţeir fljúga bara inn á íslenskt yfirráđasvćđi eftir ákveđnum hnitum. Ţađ eru litlar líkur á ţví ađ Hekla gjósi og valdi slysi, af ţví ađ ţetta tekur allt sinn tíma og Hekla er vel vöktuđ. Ţeir fljúga í 30.000 fetum ţannig ađ líkurnar á ađ ţetta valdi slysi eru engar, eđa litlar.

Ofangreint er haft eftir starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu. Auđvitađ er ţetta hárrétt hjá honum enda hef ég ţađ beint frá bílstjóra hjá Hreyfli ađ Hekla muni ekki gjósa á nćstunni og ţegar ţađ gerist er ţađ aldrei ţegar flugvélar eru í nánd.

Annan ţekki ég sem afgreiđir á kassa hjá Bónus. Hann tekur undir orđ starfsmanns Samgöngustofu og segir engar líkur á ađ Hekla gjósi og valdi slysum.

Sama segir frćnka mín sem er vel ađ sér í flugmálum, hefur oft flogiđ og jafnvel litiđ sem snöggvast inn í flugstjórnarklefa. Hún heldur ţví fram ađ Páll Einarsson verđi nú ađ átta sig á ţví ađ flugvélar hafa stýri og sumarhverjar handbremsur.

Jafnvel hćstaréttarlögmađur, góđur vinur minn, heldur ţví fram ađ ţađ sé útilokađ annađ en ađ hćgt sé ađ koma í veg fyrir slys ţegar Hekla gjósi.

Ég held ađ allir ţeir sem hér hafa veriđ nefndir hafi ekki hundsvit á ţví sem ţeir eru ađ segja. Ţar ađ auki er ţađ ansi snöfurmannlegt hjá starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu ađ afgreiđa sérfrćđiáliti Páls Einarssonar, jarđeđlisfrćđings, einn fremsta vísindamann ţjóđarinnar međ ofangreindum orđum. Sé ţetta skođun Samgöngustofu ćtti ađ leggja hana niđur. Ţetta er eins og halda ţví fram ađ lítil hćtta sé á slysum á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna ţess ađ ţar séu umferđaljós og lögreglan leggi leiđ sína ţangađ tiltölulega oft.

Međ fullri virđingu fyrir starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu sem og öđrum starfsmönnum stofnunarinnar, ţá vćri ţeim sćmast ađ taka mark á ađvörunarorđum manns sem gerst til ţekkir og mćlir af vinsemd og kurteisi. Slíkum manni á ekki ađ taka međ stofnanahroka heldur ţakka fyrir og fara ađ ráđum hans.


mbl.is Varar viđ ţotuflugi yfir Heklu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband