Spenna fyrir stóraskjálfta á Reykjanesi að byggjast upp

Reykjanesskagi2Snörp jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Ég fann fyrir afar daufum skjálfta fyrr í kvöld og leitaði því inn á vefsíðu Veðurstofunnar í upplýsingaskyni.

Afleiðingarnar jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg geta orðið þær að skjálftarnir hliðrist upp á land og eftir öllum Reykjanesskaga og jafnvel upp í Langjökul. Rauðu deplarnir á kortinu sýna nýja skjálfta sem hugsanlega má rekja til Eldeyjar og Geirfuglaskers. Kortið fékk ég lánað af vef Veðurstofunnar. Tveir stærstu skjálftarnir eru yfir þrjú stig samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Jarðfræðingar hafa fundið svokölluð skáreksbelti hlið við hlið á Reykjaneshrygg og Reykjanesskagan. Þegar miklir skjálftar verða á hryggnum getur virkjast svokalluð „bókahillutektónik“ eins og Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, kallaði fyrirbrigðið á námskeiði sem ég sótti í fyrra. Með þessu heiti er afleiðingunum líkt við bækur í bókahillu. Þegar ein bókin hallast rekst hún á hina og svo koll af kolli uns allar bækurnar hafa skekkst.

Þetta er hefur margoft gerst á Reykjanesi og jafnvel gerist það núna. Þess vegna vara jarðfræðingar við að stórum skjálfta geti orðið á svæðinu á næstunni. Á svæðinu frá Krýsuvík og í Vífilsfell er sagt að sé að byggjast upp spenna og ekki getur losnað um hana nema með jarðskjálfta. Sá verður líklega svo stór að hann mun finnast um allt suðvestanvert landið og raunar miklu víðar.

Páll hefur látið hafa eftir sér að ólíklegt sé að hugsanlegur stóriskjálfti á Reykjanes sé fyrirboði eldgoss. Líkur benda þó til að gos á þessu svæði verði frekar lítil og standi stutt yfir og séu frekar meinlaus, veltur þó á staðsetningu þeirra. Á árunum 900 til 1240 urðu mörg lítil hraungos á Reykjanesi. Síðan hefur Reykjanesskagi verið í eldgosafríi.

Stóriskjálfti gæti hins vegar orðið svipaður á stærð og skjálftinn 1968. Margir muna hann sem skell með undirliggjandi drunum. Upptök hans voru í svokölluðu Hvalhnúksmisgengi en Hvalhnúkur er skammt sunnan við Grindaskörð. Þar gæti nýr skjálfti orðið til og jafnvel í misgenginu sem er nokkuð norðar og kennt er við Hrossahrygg. Það liggur frá því sem næst Geitafelli í suðaustri og norðvestur yfir Bláfjallahrygg. Þar gæti orðið ógnarstór skjálfti sem myndi finnast greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Jarðfræðinga hafa raunar þennan stað sérstaklega grunaðan um græsku.

 


Já, látum hjartað ráða ... eða skynsemina ... nei, hjartað ... eða eitthvað

Birgitta Hauksdóttir, kapteinn pírata, meinar ábyggilega vel, þegar hún úr ræðustól á Alþingi, lýsir yfir stuðningi við grísku þjóðina og að hún fylgi hjarta sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðina til tillaga ESB. Fallega sagt.

Hins vegar er gríska þjóðin ekki ein rödd og síst af öllu talar forsætisráðherra landsins fyrir hennar hönd. Ekki frekar en sá íslenski talar fyrir okkar þjóð.

Nú berast fréttir af því að skoðanakannanir í Grikklandi sýni að þeir sem vilja fallast á skilyrði lánadrottna landsins geti verið í meirihluta. Hvernig skyldi kapteinn Pírata takast á við þá breyttu mynd sem hugsanlega er í spilunum? Hvort á að hvetja til, að fara eftir hjarta sínu eða skynsemi?

Hvort heldur verður venjulega álit meirihlutans ofan á þegar þjóðir kjósa. Skiptir litlu hvort þá hafi hjartað eða skynsemi ráðið afstöðu.

Til hvers þá að hvetja þjóðir til að kjósa með líffæri eða skyni fyrst að það hefur eiginlega ekkert upp á sig. Þjóð sem kýs ekki með hjarta sínu heldur lætur skynsemina ráða eins og við Íslendingar gerðum er við margkusum um Icesave. Jafnvel þá voru sumir sem létu eitthvað annað ráða en skynsemina. Eða kusu allir eftir skynsemi sinni og létu hjartað lönd og leið?

Já, ég hvet Grikki til að fylgja hjarta sínu í næstu þjóðaratkvæðagreiðslunni. Að minnsta kosti hvet ég þá til að láta hjartað ráða. Nema þeir ætli að fara að vilja ESB. Notið þá skynsemina, fyrir alla muni.

Mikið óskaplega er ég nú fallega heiðskýr í máli mínu ... rétt eins og Birgitta. Eða er þetta ekki bara tómt kjaftæði í manni, svokallaður pópúlismi.


mbl.is Vill samstöðu með Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband