Samfylkingin á bágt, ekki berja á henni ...

Samfylkingin á í vandrćđum. Slíkt gerist af og til međ stjórnmálaflokka.

Allir vita ađ Samfylking var rasskellt í síđustu Alţingiskosningum. Forystumenn flokksins hafa lítiđ gert međ ţađ og ţess í stađ bariđ á núverandi ríkisstjórn enda á hún í vandrćđum vegna ESB málsins. Ríkisútvarpiđ hefur dyggilega ađstođađ Samfylkinguna í ţessum vandrćđum hennar og reynt ađ finna frekar snöggu blettina á nokkrum fulltrúum Sjálfstćđisflokksins sem töluđu um ţjóđaratkvćđi um ESB ţvert á samţykktir landsfundar.

Ţetta er nú svo sem allt í lagi. Auđvitađ má berja á Sjálfstćđisflokknum gefi hann höggstađ á sér.

Svo gerist ţađ á nýafstöđnum landsfundi Samfylkingarinnar ađ allt fer í handaskolum. Rafrćn kosning klikkar, gerđ er tilraun til valdaráns, ţeir sem mega kjósa fá ţađ ekki, ţeir sem ekki mega kjósa fá leyfi til ţess, formađurinn er kjörinn međ einu atkvćđi og forysta flokksins breytir um stefnu varđandi Drekasvćđiđ.

Auđvitađ má ekki berja á Samfylkingunni jafnvel ţó hún gefi höggstađ á sér.

Ríkisútvarpiđ sérvorkenndi flokknum og fór mjúkum höndum um nýkjörinn formann sem var óvenju litlaus eftir atburđi landsfundarins, láir honum ţađ enginn. Ţingflokksformađur flokksins mćtti í beina útsendingu Ríkissjónvarpsins og ţar fékk hann allverulegar gćlur og í bónus mátti hann vera međ áróđur um ágćti Samfylkingarinnar án athugasemdar fréttamannsins. Mulningsvélin í Kastljósi ákvađ ađ ţađ svarađi ekki kostnađi ađ taka Samfylkinguna og formann hennar fyrir ţví hann á svo bágt.

Núverandi formađur Sjálfstćđisflokksins barđist fyrir nokkrum árum um embćttiđ viđ annan flokksmann og hafđi sigur. Munurinn var talsvert meiri en eitt atkvćđi auk ţess sem á annađ ţúsund manns tóku ţátt í kjörinu á landsfundi. Ţá ćrđist Ríkisútvarpiđ og grillađi formanninn og flokkinn í mörgum fréttatímum og fréttaskýringaţáttum. Um leiđ voru andstćđingar flokksins kallađir til álitsgjafar og ţađ sem ţeir sögđu kyngdu spyrlar.

Svo kemur ţađ í ljós, eftir ađ einhver lagđi á sig ađ lesa samţykktir landsfundarins, ađ hann samţykkti ályktun gegn olíuvinnslu á Drekasvćđinu. Ţrátt fyrir ţetta hafđi fyrrum utanríkisráđherra kallađ sig olíumálaráđherra í barnslegu stolti vegna afreka í olíunni. Eru ţó ekki nema tveir mánuđir síđan hann og ađrir forystumenn flokksins samţykktu lög um ţátttöku ríkisins í kolvetnisstarfsemi.

Auđvitađ er ţetta allt í lagi enda ekki saman ađ jafna Sjálfstćđisflokkum og Samfylkingunni.

Á öđrum fréttamiđlum en Ríkisútvarpinu ţykir klúđur Samfylkingarinnar frétt til nćsta bćjar.


Bloggfćrslur 26. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband