Svindl fjölmiđla um völvur og spádóma fyrir nćsta ár

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur á í vök ađ verjast allt áriđ ađ ţví er fram kemur í kristalskúlu Völvu DV. Kúturinn sem Dagur B. heldur í raun í og heldur honum á floti, er máttlaus stjórnarandstađa í borginni. Sú lélegasta um áratugaskeiđ.

Fjárhagsstađa borgarinnar er myllusteinn Dags og ţegar sífellt kemur betur í ljós ađ embćttismenn og kjörnir fulltrúar draga ekki úr utanlandsferđum og dagpeningagreiđslum molnar úr undirstöđum sem Dagur hefur treyst á.

Svo segir völva dv.is um framtíđina í borgarstjórn Reykjavíkur. Afar sennilegt ...

Óvandađir fjölmiđlar halda ţví fram ađ hćgt sé ađ horfa fram í tímann og segja til um hvađ ţá gerist. Auđvitađ er ţađ ekki hćgt. Enginn getur spáđ fyrir um hvađ gerist.

Sannarlega er hćgt ađ giska á hvađ muni gerast međ ţví ađ draga ályktanir af ţví sem ţekkt er. Ţannig er mjög líklegt ađ kalt verđi fram á vor og hlýrra ađ sumarlagi en ađ vetri til.

Gera má ráđ fyrir ađ ríkisstjórn sem situr međ stuđningi ţrjátíu og átta ţingmanna af sextíu og ţremur muni halda áfram út kjörtímabiliđ. Um leiđ er líklegt ađ illskeytt stjórnarandstađa muni ekki láta af ţeim tilburđum sem hún hefur sýnt síđustu mánuđi. Ekki ţarf völvu eđa spámann til ađ semja líklega atburđarás međ ţessari forskrift.

Um veđriđ er auđvelt ađ spá, ţađ er í raun og veru alltaf eins frá ári til árs en ţó koma af og til fram einhverjir ófyrirséđir atburđir til dćmis miklir stormar.

Verđa einhver eldgos á nćsta ári? Hugsanlega. Engin gat ţó spáđ fyrir um eldgosin á Fimmvörđuhálsi, í Eyjafjallajökli, Vatnajökli eđa í Holuhrauni. Enginn spáđi fyrir um efnahagshruniđ 2008.

Svona spámennska í fjölmiđlum er auđvitađ ekkert annađ en tilraun til ađ selja blöđin. Völvur eđa spákonur eru einfaldlega samantekin ráđ á ritstjórnum um sennilegar ágiskanir. Síst af öllu eru ţetta stađreyndir og fjarri lagi um einhver vísindi ađ rćđa.

Jarđskjálftahrina mun lengi vel hrista Suđurland og miđhálendiđ áđur en krafturinn leysist í lćđingi. ­Mikiđ jökul­vatn mun hlaupa fram en á óbyggđu landi. Rafmagn mun fara af og bćir einangrast en mannskađi verđur ekki. Umbrotin standa ekki lengi.

Ţessi auma spá kemur líka úr dv.is. Er eiginlega ekkert frambćrilegra en ţetta ađ fá frá völvu DV?

Jarđskjálftar sem munu „lengi vel hrista Suđurland og miđhálendiđ ...“ en umbrotin standa ekki lengi ... en samt „lengi vel“. Ţvílíkt bull og vitleysa. Látum ţađ ţó vera en kann enginn ađ skrifa á DV og er enginn yfirlestur greina á fjölmiđlinum.

Verst ađ ekki finnast neinir fjölmiđlar sem geta flett ofan af svindli fjölmiđla í spámennsku fyrir nćsta ár.


Bloggfćrslur 30. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband