Ţrjú ţúsund og ţrjú hundruđ jólakveđjur út í tómiđ

JólakveđjurÍ morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann og hrópađi síđan af öllum kröftum:

Sendi ćttingjum og vinum bestu óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.

Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust:

Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.

Haltu kjafti, helv... ţitt. Fók er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.

Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.

Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi.

Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, jafnvel ţótt fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju.

Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda jólakort eđa tölvupóst. Ţetta hef ég hins vegar gert á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum.

Nú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna ţann hálfra aldar gamla siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins.

Nei, nei, nei ... Ţví er nú víđsfjarri, en úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín eđa ţeirra sem ég ţekki.

Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt kann ţó ađ vera jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á ţrjú ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Ýmsum kann ađ finnast ţađ álíka sorglegt.

Fyrst veriđ er ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna, í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu fyrir hefđum fólks, ţá stađreynd ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í tómiđ.

Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:

En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.

Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbođslega jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölum á Ţorláksmessumorgni.

(Vilji svo til ađ einhver glöggur lesandi telji sig hafa lesiđ ofangreindan pistil á Ţorláksmessu á síđasta ári skal tekiđ fram ađ höfundur fer jafnan út á svalir ţennan dag)

(Myndin er af sérútbúnu ökutćki viđ dreifingu á jólakveđjum Ríkisútvarpsins. Hugsanlega  blandast einhver snjór međ kveđjunun, en ţađ er nú bara svoooo jólalegt)


mbl.is 3.300 jólakveđjur lesnar í ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ er eiginlega rangt viđ ţađ sem forsetinn sagđi?

Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröđun. Hvađ međ ađ hćtta ađ úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur ţar sem veisluborđin svigna?

Ţetta mun Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins og fjármálaráđherra, sagt á Twitter vegna ţessara orđa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Ríkisútvarpinu (feitletrun er undirritađs):

Satt ađ segja er mér ţađ óskiljanlegt ađ í svona litlu landi međ svona öflugar og margţćttar stofnanir og alla ţessa umrćđu um velferđina og samhjálpina skuli okkur ekki takast ađ skipuleggja okkur á ţann hátt ađ ţađ geti allir gengiđ ađ ţví vísu ađ ţeir geti haldiđ hátíđir af ţessu tagi á mannsćmandi hátt. Ađ ţurfa ađ standa hérna í biđröđ í kuldanum til ţess ađ fá skyr og mjólk og brauđ og kjöt og smá gjafir handa börnunum sínum. Ţađ er mér gjörsamlega óskiljanlegt ađ ţessari ţjóđ takist ekki ađ leysa ţetta vandamál.

Ég fć ekki betur séđ en ađ Ólafur Ragnar mćli hér fyrir munn flestra, ađ minnsta kosti ţeirra sem ég ţekki til sem og ţeirra er tjáđ sig hafa í fjölmiđlum og samfélagsmiđlum. Hvađ er eiginlega svo slćmt viđ ţessi orđ forsetans. Ţau eru einfaldlega rétt, skiptir engu hver starfi hans er eđa hver laun hans eru. 

Formađur flokksins míns fellur hér í ţá gryfju ađ snúa í fljótfćrni út úr orđum forsetans á ţann veg sem ekki er hćgt ađ verja. Orđ hans eru međ miklum ólíkindum og jafnvel ég verđ ađ setja ţau í samhengi viđ kröfur sem fengu ekki brautargengi viđ afgreiđslu fjárlaga nćsta árs. Hér er ađ sjálfsögđu átt viđ kröfu um ađ ađ bćtur aldrađra og öryrkja vćru afturvirkar á sama hátt og laun ráđherra og ţingmanna samkvćmt leiđréttingu kjaradóms.

Flestir gera ţá kröfu til formanns Sjálfstćđisflokksins ađ hann stundi ekki ţá umrćđuhefđ sem einkennt hefur vinstri menn framar öđrum. Ég hef áđur skrifađ hér um ţá áráttu margra ađ stunda persónulegar árásir og illdeilur í stađ málefnalegra rökrćđna. Eftir hruniđ vildu margir breyta ţessari margumrćddu hefđ og ekki síst voru vinstri menn hávćrir um ţessi efni.

Ţingmenn og ađrir forystumenn vinstri flokka gleymdu samt hratt og markvisst öllum heitstrengingum og hafa sokkiđ ć dýpra í hyldýpi skítlegs orđalags en nokkur dćmi eru um á síđustu áratugum. 

Telji formađur Sjálfstćđisflokksins ađ hann megi vegna orđa forsetans atyrđa hann fyrir ofangreindar skođanir ţá er illt í efni. Ţetta endar aldrei vel nema annar hvort sitji á strák sínum. Viđ slíkar ađstćđur varđ til málshátturinn „Sá vćgir sem vitiđ hefur meira“. Hann er einfaldlega hvatning til ađ enginn fari í tilgangslaust orđaskak, ţađ skilar aldrei neinu.

Og núna fyrir örstutti segir á visir.is ađ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsstjarna, skipti sér ađ málum međ eftirfarandi orđum:

Kommon- hann er ađ benda á ađ ţetta hangir allt saman. ÓRG ćtti amk ađ ţurrka kavíarinn úr munnvikunum.

Hvernig getur sjónvarpsmađur látiđ svona út úr sér. Ţó hann beri ekki virđingu fyrir forsetaembćttinu né ţeim sem gegnir starfanum ćtti Gísli Marteinn ađ bera ţá virđingu fyrir sjálfum sér og reyna ekki ađ vera fyndinn eins og óuppdreginn götustrákur.

Ég er einfaldlega sammála forsetanum og held ţó engar stórveislur ţar sem veisluborđin svigna hvađ ţá ađ ég smjatti á kavíar.


Ný Ţjóđmál komin út međ fjölbreyttu efni

Ţjóđmál cGuđirnir Frjáls Verslun og Frjálsir Fjármagnsflutningar byggja heimsveldi sitt á ţví ađ hćgt sé ađ flytja allt um heim allan á tiltölulega auđveldan og ódýran hátt. Ţađ er enn hćgt. Í leiđinni er dreift sjúkdómum og meinsemdum, en ţó einsleitni á öllum sviđum. Störf eru flutt ţangađ sem vinnuafliđ er ódýrast. Stjórnendurnir eru ósnertanlegir og njóta annarra kjara en verkalýđurinn. Gróđinn á lögheimili í skattaskjólum. Ţetta er hin nýja nýlendustefna fjármagnsins.

Ţannig ritar Tómas Ingi Olrich, fyrrum ţingmađur, menntamálaráđherra og sendiherra, í stórmerkilegri og vel skrifađri grein undir fyrirsögninni „Fullveldi smáríkja á öld mandarínanna“ (feitletrun er undirritađs). Hún er í nýjasta hefti Ţjóđmála sem kom út í síđustu viku. Fullyrđa má ađ ţađ er óvenjulegt ađ einn af fyrrum forystumönnum Sjálfstćđisflokksins sé svo gagnrýninn á alţjóđavćđinguna.

Nú ber til tíđinda ađ útgefandi og ritstjóri Ţjóđmála er Óli Björn Kárason, varaţingmađur Sjálfstćđisflokksins. Jakob F. Ásgeirsson er hćttur sem útgefandi ritsins en hann stofnađi ţađ fyrir um ellefu árum varđ ţađ á hans vegum afar fjölbreytilegt og áhugavert rit um stjórnmál hér á landi og erlendis.

Nýja ritiđ er fullt af fróđlegum greinum eftir skarpa og vel skrifandi áhugamenn um íslensk stjórnmál og samfélag; Björn Bjarnason, Gísla Hauksson, Friđrik Friđriksson, Skafta Harđarson, Jóhann J. Ólafsson, Tómas Inga Olrich, Hannes H. Gissurarson og Sigurđ Má Jónsson.

Höfundur ţessara lína fékk ađ auki ađ birta grein eftir sig í ritinu. Greinin ber nafniđ „Ţversögnin“ og fjallar um umhverfismál og náttúruvernd hér á landi. Í henni er fjallađ á nokkuđ gagnrýnan hátt um málin og vakin athygli á ţeirri stađreynd ađ ţrátt fyrir nokkuđ skýr lög og reglur um umhverfismál er illa gengiđ um náttúruna.

Um leiđ hefur orđiđ grundvallarbreyting á viđhorfum almennings til útiveru og ferđalaga. Eđlilegt er ađ í ljósi ţess sé spurt hvort hnignandi fylgi Sjálfstćđisflokksins í skođanakönnunum geti tengst ţví ađ ekki ađeins vinstri menn vilji vernda náttúru landsins. Getur veriđ ađ flokkurinn hlusti ekki á fólkiđ sem ann náttúru Íslands?

Ekki er ráđlegt ađ rekja efni greinarinnar frekar en ţess engu ađ síđur ber ađ geta ţess ađ nú er ţörf á ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn taki sig á í náttúruvernd og umhverfismálum. Honum dugar ekki lengur ađ benda til fortíđar og vitna til löngu látinna forystumanna flokksins sem létu sér náttúruvernd og umhverfismál skipta. Nú er knýjandi nauđsyn á ađ flokkurinn líti til framtíđar. Stuđningur viđ hann byggir ekki síst á stefnu hans í ţessum málum, ekki stefnuleysi.

Ţjóđmál kostar ađeins 1.500 krónur í lausasölu. Áskrift kostar 5.000 krónur, askrift@thjodmal.is.


Úldin skata mengar í gegnum síma

skataRétt eftir hádegi á Ţorláksmessu í fyrra hrindi í mig mađur út af verkefni sem viđ vorum ađ vinna saman. Áttum viđ stutt spjall. Ađ ţví loknu ţurfti ég í verslun og er ég greiddi fyrir kaupin spurđi afgreiđslustúlkan hvort ég hefđi veriđ í skötuveislu. Ég neitađi ţví, sagđi sem satt var ađ úldin skata vćri ţađ versta sem ég hefđi nokkru sinni bragđađ. Hún sagđi engu ađ síđur ađ af mér vćri eimur af ţessari leiđu skötulykt.

Ég var dálítiđ hugsi eftir ţetta og komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ viđmćlandi minn í símanum hefđi veriđ ađ koma úr skötuveislu ţar sem bođiđ var upp á svo úldna og eitrađa skötu ađ lyktin hefđi bókstaflega mengađ í gengum símann. Alveg satt, eins og börnin segja.

Ţetta datt mér í hug er ég las pistil Árna Matthíassonar, blađamanns, í Morgunblađi dagsins. Hann segir frá manni sem hafđi hitt skötuneytanda á götu og sá hafi lagt hönd á öxl hans. Afleiđingin varđ sú ađ sá fyrrnefndi lyktađi eins og úldin fiskur.

Ţessaar tvćr sögur eiga ţađ sameiginlegt ađ af Ţorláksmessuskötunni er fýla mikil sem vekur ógleđi hjá flestu sómakćru fólki. Ţađ sem er hins vegar jákvćtt er ađ skođanakannanir sýna ađ ungt fólk étur síđur skötu en ţađ eldra. Ţetta er ţví ósiđur sem um síđir mun deyja út.

Ég er ákveđinn í ţví ađ svara ekki í símann í dag fyrr en eftir klukkan fjögur.


Bloggfćrslur 23. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband