Stađreynd lífsins ađ minnihluti er minnihluti sagđi Steingrímur

Málţóf er óađskiljanlegur hluti ţingrćđis. Á stundum hefur stjórnarandstađan ekki önnur vopn til ađ verjast. Málţóf er vopn sem stjórnarandstađa á hverjum tíma verđur ađ hafa tiltćkt til ađ hafa áhrif á gang mála og koma í veg fyrir ađ ríkisstjórn og meirihluti ţingsins „valti yfir“ minnihlutann međ óbilgirni.

Vopniđ er vandmeđfariđ og ţađ er auđvelt ađ misnota ţađ. Oft snýst ţađ í höndunum á ţeim sem ţví beita.

Ţetta segir Óli Björn Kárason, varaţingmađur Sjálfstćđisflokksins í stórmerkilegri grein í Morgunblađi dagsins. Hann rćđir um málţóf stjórnarandstöđunnar og tekur dćmi um ótrúleg sinnaskipti alţingismanna sem eitt sinn voru algjörlega á móti málţófi en eru nú önnum kafnir í skipulagningu og framkvćmd ţess. Ég skora á lesendur ţessara lína ađ verđa sér út um Morgunblađiđ og lesa greinina. Hún afhjúpar tvískinnung.

Svo sannarlega kann málţófiđ ađ snúast í höndunum á ţeim sem beita ţví. Sá sem er í ríkisstjórn verđur fyrr eđa síđar í stjórnarandstöđu. Ţá er spurningin hvernig fyrrum minnihluti eđa meirihluti fer međ vald sitt, munum ađ minnihlutinn hefur vald. 

Óli Björn rekur ummćli núverandi stjórnarandstöđuţingmanna ţegar ţeir voru í ríkisstjórn og mislíkađi umrćđan um Icesave. Ríkisstjórnin ćtlađi ađ trođa frumvarpinu í gegnum ţingiđ, tókst ţađ raunar, en fékk ţađ í andlitiđ eftir ađ forsetinn neitađi ađ undirrita lögin og svo var hún flengd í ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ.

Steingrímur 2. desember 2009:

„Ţađ er auđvitađ geysilega vel bođiđ af minnihlutanum ađ taka völdin á ţinginu og ráđa dagskrá ţingsins og ráđa framvindu og fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ađ ráđa áherslu mála,“ sagđi Steingrímur J. Sigfússon, ţáverandi fjármálaráđherra um fundarstjórn forseta Alţingis 2. desember 2009. Ţá var Icesave-samningur á dagskrá ţingsins. Stjórnarandstađan var sökuđ um málţóf. Af yfirlćti benti fjármálaráđherrann ţingmönnum Sjálfstćđisflokksins á ađ ţeir yrđu ađ „horfast í augu viđ ţá stađreynd« ađ ţeir hafi veriđ kosnir »frá völdum af ţjóđinni sl. vor“.

Össur 27 nóvember 2009:

Málţóf er tvíeggjađ sverđ. Menn mega ađ sjálfsögđu tala eins og ţeir vilja. Ég hef alltaf variđ rétt stjórnarandstöđunnar til ţess, en ţađ er stundum hćttulegt og nú er Sjálfstćđisflokkurinn, sem hefur leitt Framsóknarflokkinn inn í málţóf í ţessu máli, orđinn hrćddur um sína stöđu vegna ţess ađ Sjálfstćđisflokkurinn skynjar ađ hann hefur engan stuđning úti í samfélaginu fyrir ţví ađ halda öllum brýnustu fjárlagamálum ríkisstjórnarinnar í gíslingu til ađ tala sig hásan um Icesave án ţess ađ ţađ komi nokkru sinni neitt nýtt fram í ţeim rćđum. Sjálfstćđisflokkurinn ćtti bara ađ skammast sín til ţess ađ hćtta málţófi ef hann er hrćddur viđ sína eigin ţátttöku í ţví.“

Ólína Kjerúlf 27. nóvember 2009:

»Ég mótmćli ţví ađ stjórnarandstađan geti talađ ţannig ađ hún geti bođiđ meirihluta ţingheims ţetta eđa hitt. Ţađ er ţingrćđi í ţessu landi og ţađ er meirihluti ţingheims og vilji hans sem hlýtur ađ stjórna störfum ţingsins.«

Steingrímur 2 desember 2009:

»Ţađ er auđvitađ geysilega vel bođiđ af minnihlutanum ađ taka völdin á ţinginu og ráđa dagskrá ţingsins og ráđa framvindu og fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ađ ráđa áherslu mála. En ţađ er einu sinni ţannig ađ minnihluti er minnihluti og meirihluti er meirihluti. Ţađ er ein af stađreyndum lífsins og ţetta verđa menn ađ horfast í augu viđ. Sjálfstćđisflokkurinn verđur m.a. ađ horfast í augu viđ ţá stađreynd ađ hann var kosinn frá völdum af ţjóđinni sl. vor. Hann var kosinn frá völdum.«

Og nú er Steingrímur J. Sigfússon ásamt ţeim félögum hans sem hér eru nefndir til sögunnar, kominn í stjórnarandstöđu eftir ađ hafa veriđ „kosinn frá völdum af ţjóđinni“. Hann býđst núna til „ađ taka völdin á ţinginu og ráđa dagskrá ţingsins og ráđa framvindu og fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ađ ráđa áherslu mála“. Ábygglega kunna margir honum ţakkir fyrir fórnfýsina.

Svona snúast nú vopnin í höndum fólks. Steingrímur og Össur í stjórnarandstöđu hafa greinilega ekki sömu áherslur og Steingrímur og Össur sem ráđherrar. Hvers vegna gilda ekki sömu rök á Alingi áriđ 2015 og fullyrt var ađ giltu áriđ 2009?

Ađ lokum ţetta: Veit einhver hvers vegna minnihlutinn ćfir málţóf í sölum Alţingis?


Bloggfćrslur 16. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband