Jón Gunnarsson og orð hans um Björku Guðmundsdóttur

Nær ósjálfrátt láta menn vaða. Jafnvel „góða fólkið“ sem að eigin sögn má ekkert aumt sjá án þess að leggja til styrktarfé úr ríkissjóði á það til að kunna sig ekki. Illt skal með illu út reka er jafnan viðkvæðið.

„Þú ert helv... aumingi og vitleysingur,“ er oft viðkvæðið þegar til vamms er sagt. Afleiðingin er því miður að sá hreinskilni sér sitt óvænna og hreytir úr sér álíka formælingum og fyrr en varir er komið inn á kunnuglegar slóðir rifirildis og leiðinda. 

Til hvers leiða fúkyrði eða rifrildi? Satt að segja gagnast þau engum nema í því augnabliki sem þau eru sögð. Eitt andartak lætur reiðin manni líða vel eitt andartak, og maður finnur upphafninguna og vellíðanina. Þegar upp er staðið er þetta svona svipað eðlis og að pissa í kaldan skóinn sinn sér til hlýinda (ekki það að ég hafi reynt slíkt). 

Um daginn varð listamanninum Björku Guðmundsdóttur það á í viðtali að kalla forsætisráðherra og fjármálaráðherra „rednecks“, sem þýða má sem sveitalubba í neikvæðri merkingu þess orðs. Eflaust hefði Björk átt að gæta orða sinna og tala af meiri hófsemd en að sjálfsögðu má hún nýtt sér málfrelsi eins og hún vill.

Jón Gunnarsson, alþingismaður, kunni henni litlar þakkir fyrir og trúr hefðinni vó hann að Björku persónulega.

Hann veltir því fyrir sér hvort Björk telji fram til skatts á Íslandi og hún sé frekar dauf til augnanna ... Auðvitað er hann  að gera lítið úr skoðunum Bjarkar í náttúruverndarmálum vegna þess að þær eru honum ekki að skapi.

Af þessu tilefni tók Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, svo til orða á Facebook:

Jón Gunnarsson er dæmi um menn sem hafa málað sig svo gjörsamlega út í horn að sjálf náttúran og sköpunarkrafturinn er ,,óvinurinn" en sjálft ósjálfstæðið - að fórna landi sínu fyrir nokkur störf hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki er æðsta dyggðin. Lágpunktur Jón Gunnarssonar, nota bene - valdamanns sem situr á alþingi - eru dylgjur um skattamál, sem er fasísk aðferð - á sama tíma og blinda auganu er snúið að þeim milljörðum sem Alcoa hefur skotið undan skatti. Ég skora á alla vini mína í Sjálfstæðisfloknum að lýsa yfir sjálfstæði, að þeir séu ósammála og ótengdir Jóni Gunnarssyni, ég skora á þá að skora á hann að biðjast afsökunar. 

Ég er sammála þessum orðum Andra Snæ enda er ég Sjálfstæðismaður og hvet samflokksmenn mína til að skora á Jón Gunnarsson að biðjast afsökunar á ummælum sínum. 


Bloggfærslur 15. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband