Svo rífa ţeir gamla KFUM húsiđ eins og önnur gömul hús

Frá átta ára aldri og líklega ţar til ég varđ ellefu ára var ég í KFUM. Fór í sparifötunum međ strćtó úr Hlíđunum og niđur á Torg á hverjum sunnudegi yfir vetrartímann til ađ sćkja samkomur sem haldnar voru í húsnćđi samtakanna ađ Amtmannsstíg.

Ekki man ég hvernig ţađ kom til ađ ég byrjađií KFUM, minnir ađ Gaui, Guđjón Eiríksson, ćskuvinur minn hafi dregiđ mig í ţann hóp. Okkur ţótti afar gaman á fundunum í Amtmannsstíg. Ţar var mikiđ fjör, sagđar sögur, sungiđ og jafnvel fariđ í leiki, allt á trúarlegum forsendum. Auđvitađ var ţetta trúarleg innrćting og til ţess var leikurinn gerđur, skađađi ekki nokkurn dreng. Ţó minnist ég stympinga á ganginum fyrir framan salinn međan beđiđ var eftir ađ hleypt vćri inn. Ţćr voru ekki allar friđsamlegar. Ţegar opnađ var ruddist strákaskarinn inn til ađ ná sem bestum sćtum og ţurfti stundum ađ beita hörđu til ađ ná sćti á fremsta bekk.

Svo voru sungnir sálmar og jafnvel ćttjarđarljóđ og ég stóđ í ţeirri meiningu ađ rödd mín vćri undurfögur eins og englanna sem foringjarnir sögđu frá. Ţađ leiđrétti söngkennarinn í Hlíđaskóla allsnarlega er hún bađ mig tíu ára strákinn ađ syngja ekki međ hinum börnunum ţví ég truflađi ţau. Ţađ er nú eiginlega ástćđan fyrir ţví ađ ég varđ aldrei stórsöngvari eđa kannski tónandi prestur. Fannst mér viđhorf söngkennarans skrýtiđ ţví enginn í KFUM gerđi athugasemdir viđ söng minn enda tíđkađist ţar ađ syngja af miklum krafti svo ţakiđ bifađist bókstaflega ţarna á Amtmannsstígnum.

Mörgum árum síđar hóf ég nám í Menntaskólanum í Reykjavík, ţeirri virđulegu stofnun. Hús Kristilegt félags ungra manna var og er norđaustan viđ gamla skólahúsiđ. Félagiđ byggđi síđar upp nýja ađstöđu viđ Langholtsskóla og MR fékk húsnćđiđ á Amtmannsstíg til afnota og nefndist ţađ upp á latnesku Casa Christi (hús Krists), en ţá var ég fyrir löngu horfinn á braut međ stúdentspróf uppi á vasann.

Og ţess vegna rifja ég ţetta upp núna ađ MR ćtlar ađ rífa gamla KFUM húsiđ og byggja skólastofur fyrir nokkra milljarđa ţarna fyrir ofan gamla skólahúsiđ, á milli Fjóssins og Casa Nova.

Svona er allt breytingum undirorpiđ. Gamli miđbćrinn tekur hefur tekiđ gríđarlegum breytingum á undanförnum áratugum. Allt er metiđ í nýtingu per fermetra, gömul hús fjúka og gömul gildi sem varđveisla húsa á Bernhöfstorfureitnum byggđust á eru löngu gleymd.

Ađeins tvennt mun minna á fundi Kristilegs félags ungra manna á sunnudögum klukkan hálf tvö á Amtmannsstíg 2B í gamla daga. Hiđ fyrra er styttan af séra Friđriki Friđrikssyni á grasbalanum viđ Lćkjargötu, fyrir neđan turnhúsiđ, og ... minningar ţeirra sem ţessa fundi sóttu. Ţeim fer ţó eđlilega fćkkandi eftir ţví sem tímar líđa. Svo má búast viđ ţví ađ styttan af séra Friđriki og litla stráknum verđi flutt út í úthverfi enda líklegt ađ trúarlegar vísbendingar verđi bannađar í Reykjavík framtíđarinnar.

Hvađ sem ţessu líđur er hugsanlega von til ađ MR haldi áfram ađ ţrífast án Casa Christi og innan skamms verđi til annađ Casa sé hćgt ađ skrapa saman aurum til byggingarinnar.


mbl.is „Afar ánćgjulegur áfangi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband