Ţögn um einkavćđingaráform fjórflokksins í borgarstjórn

FrettablađiđSetjum nú sem svo ađ Sjálfstćđisflokkurinn vćri í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Ímyndum okkur jafnframt ađ fulltrúar hans myndu segja si svo:

Á mörgum stöđum í borginni eru leikskólar, skólar og frístundaheimili á sama blettinum og kannski ekki hagkvćmt ađ vera međ fullbúin eldhús ađ framleiđa mat á öllum ţessum stöđum.

Allir vita ađ um leiđ og ţessi tillaga er lögđ fram munu koma hávćr mótmćli frá Samfylkingunni, Vinstri grćnum, Bjartri framtíđ og Pírötum, en ţetta er einmitt fjórflokkurinn hinn eini og sanni, sá sem í raunveruleikanum myndar meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Og forkólfar hans munu segja eitthvađ á ţessa leiđ:

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu: Hér er enn og aftur veriđ ađ vildarvinavćđa rekstur borgarinnar og nú hjá ţeim sem minnst mega sín, börnunum í leik- og grunnskólum.

Sóley Tómasdóttir, Vinstri grćn: Einkavćđing í mat fyrir leikskóla og grunnskóla borgarinnar mun hafa ófyrirséđar afleiđingar á heilsufari barna.

Björn Blöndal, Björt framtíđ: Viđ mótmćlum einkavćđingunni vegna ţess ađ hún mun bitna á börnunum.

Halldór Auđar Svansson, Pírötum: Hér er ekki veriđ ađ hugsa um börnin, bara fjármál borgarinnar.

Í kjölfariđ mun svo fylgja fjölmiđlafár af besta tagi; viđtöl viđ ţessi fjögur, viđtöl viđ nćringafrćđinga, skólastjórnendur í nágrannalöndunum, presta, félagafrćđinga, sálfrćđinga, stjórnmálafrćđinga, foreldra af réttu tagi og fleiri og fleiri gáfumenni sem öll munu međ fjölbreyttum rökum leggjast gegn einkavćđingu á mat fyrir leikskóla og grunnskóla í Reykjavík. Gott ef Steingrímur J. Sigfússon, alţingismađur, muni ekki blanda sér í umrćđuna međ hávćrum hćtti eins og honum er best lagiđ.

Látum nú sögunni lokiđ og tökum á raunveruleikanum.

Í Fréttablađinu í dag er forsíđufrétt og er fyrirsögnin ţessi: „Skođa útvistun og sameiningu mötuneyta“. Í henni kemur fram ađ spara megi allt ađ hálfan milljarđ króna sé ţjónustan bođin út.

Til ađ óbreytt almúgafólk skilji ofangreint er nauđsynlegt ađ taka ţađ fram ađ orđiđ „útvistun“ er snyrtilegt og huggulegt orđ fyrir einkavćđingu.

Formađur skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur er samfylkingarmađurinn Skúli Helgason. Í frétt blađsins segir:

Á mörgum stöđum í borginni eru leikskólar, skólar og frístundaheimili á sama blettinum og kannski ekki hagkvćmt ađ vera međ fullbúin eldhús ađ framleiđa mat á öllum ţessum stöđum.“ Skúli bćtir viđ ađ einnig sé erfitt ađ sumum stöđum ađ manna stöđur í mötuneytunum og sameining eđa útvistun gćti veriđ lausn á ţeim vanda.

Hér er komiđ ađ rúsínunni í pylsuendanum. Ţrátt fyrir forsíđufrétt í Fréttablađinu um hugmyndir um einkavćđingu á ţjónustu borg er engin umrćđa um hana. Hávćr ţögn í ţeim stjórnmálaflokkum og fylgjendum ţeirra sem í dag fordćma hugsanlega ríkisvćđingu Íslandsbanka.

Ţögn.

 


Bloggfćrslur 20. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband