Stórtap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samt 41% fylgi í heildina

Úrslit borgarstjórnarkosninganna eru áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn en svo er ekki með úrslitin víðast hvar annars staðar. Í því er vandinn fólginn að skilja hvað gerðist í Reykjavík en ekki í nágrannasveitarfélögunum.

Staðan í Reykjavík er þessi:

  • Framsóknarflokkur 10,7 % 2 borgarfulltrúar
  • Sjálfstæðisflokkur 25,7% 4 borgarfulltrúar 
  • Sambirtingur 46,4% 6 borgarfulltrúar
  • Vinstri grænir 8,35% 1 borgarfulltrúi
  • Píratar 5,90% 1 borgarfulltrúi

Samfylkingin og Björt framtíð eru sami flokkurinn. Á þeim er enginn málefnalegur, enginn ágreiningur hvorki málefnalegur né persónulegur. Björt framtíð var stofnaður með það í huga að búa til flóttamannabúðir frá óvinsælli Samfylkingu í ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græn. Þetta var snjöll hugmynd, afar djörf en hún heppnaðist fullkomlega. Spurningin er aðeins hvenær þessir tveir flokkar sameinast.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinilega tapað forystu sinni í borginni yfir til Sambirtings og sá síðarnefndi hefur gjörsamlega hirt kjörfylgi þess fyrrnefnda.

Að þessu slepptu er sigur Sjálfstæðisflokksins mikill víðast hvar um landið. Fylgi hans stendur víðast styrkum fótum þrátt fyrir að hann sé ekki alls staðar með meirihluta eða í merihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélags.

Sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta:

  • Seltjarnarnes, með 4 bæjarfulltrúa af 7
  • Garðabær, með 7 bæjarfulltrúa af 11
  • Mosfellsbær, með 5 bæjarfulltrúa af 9
  • Akranes, með 5 bæjarfulltrúa af 9
  • Árborg, með 5 bæjarfulltrúa af 9
  • Vestmannaeyjar, með 5 bæjarfulltrúa af 7
  • Hveragerði, með 4 bæjarfulltrúa af 7

Sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn verður líklega í meirihlutasamstarfi: 

  • Kópavogur, með fimm bæjarfulltrúa af 11

Sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn verður líklega ekki í meirihlutasamstarfi:

  • Reykjavík, með 4 borgarfulltrúa af 15
  • Hafnarfjörður, með 5 bæjarfulltrúa af 11
  • Akureyri, með 3 bæjarfulltrúa af 11
  • Reykjanesbær, með 4 bæjarfulltrúa af 11
  • Ísafjörður, með 3 bæjarfulltrúa af 9
Sveitarfélög þar sem enn er óljóst með meirihlutasamstarf:
  • Fjarðabyggð, með 3 bæjarfulltrúa af 9
  • Skagafjörður, með 2 bæjarfulltrúa af 9
  • Borgarbyggð, með 3 bæjarfulltrúa af 9
  • Fljótsdalshérað, með 2 bæjarfulltrúa af 9
  • Grindavík, með 3 bæjarfulltrúa af 7
  • Norðurþing, með 3 bæjarfulltrúa af 9
  • Hornafjörður, með 2 bæjarfulltrúa af 7
  • Fjallabyggð, með 2 bæjarfulltrúa af 7

Sé litið á öll ofangreind sveitarfélög kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er með 40,9% bæjarfulltrúa í þeim og það er mun meira en heildarfylgi flokksins í síðustu þingkosningum. Þetta er eins og kjörfylgið var í þingkosningunum 1999 er flokkurinn fékk 40,7% atkvæða á landsvísu.

Þetta breytir þó litlu. Staðan í stærsta kjördæminu er afar slæm. Þar þarf að skoða hvað fór úrskeiðis, hvers vegna listinn höfðaði illa til kjósenda og hvernig kosningabaráttunn var stjórnað. Frambjóðendur flokksins þurfa að líta í eigin barm því þeir voru ekki nægilega sýnilegir síðustu vikurnar. Þar að auki þarf Sjálfstæðisflokkurinn framar öllu öðru að líta til stefnumála sinna, hugsjónanna. Hugsanlega hafa aðrar áherslur verið ofar en grunngildin í Reykjavík.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband