Þess vegna er sjálfstæði Íslands í hættu

Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, sem Alþingi samþykkti sumarið 2009 að leggja fram varðar hins vegar grundvallaratriði um líf Íslendinga í þessu landi. Hún snertir sjálfstæði Íslands, sem þjóðin barðist fyrir um aldur.

Með því er ekki sagt að þeir sem vilja aðild að Evrópusambandinu séu verri Íslendingar heldur en aðrir, heldur einfaldlega að mat þeirra á stöðu Íslands innan Evrópusambandsins sé rangt. Það mun enginn hirða um það hvað 320 þúsund einstaklingar hafa að segja gagnvart 500 milljónum manna, sem nú búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Þess vegna er sjálfstæði Íslands í hættu.

Þetta snýst hvorki um „þjóðrembu“ eins og stuðningsmenn aðildar hafa tilhneigingu til að halda fram, né tilhneigingu til „einangrunar“, sem þeir halda líka fram.

Þetta snýst um það sjálfstæði, sem við fengum í áföngum á síðustu rúmum 100 árum.
 
Þetta ritar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á Evrópuvaktinni. Hér er vel mælt og það af manni sem hefur haft einna gleggstu sýn yfir pólitíska atburðarás undanfarinna áratuga. 
 
Allt tal um samning við Evrópusambandið er tóm vitleysa. ESB býður ekki upp á samning heldur eingöngu upp á aðlögun að sambandinu. Þess vegna voru það reginmistök að Alþingi afgreiddi ekki þingsályktunartillöguna um að draga aðildarumsókn Íslands til baka. 

Bloggfærslur 19. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband