Auðugir bissnismenn stofna til skoðanakannanaflokks

Nýr flokkur sem er nákvæm eftirlíking annars að því undanskyldu að þeir sem að stofnun hans standa vilja ganga í Evrópusambandið. Er þetta ekki della?

Nýr flokkur sem er nákvæm eftirlíking annars fær ómælda athygli í fjölmiðlum af því að þeir tveir sem að stofnuninni standa kaupa hverja skoðanakönnunina á fætur annarri. Er þetta ekki della?

Margir halda að nú sé runnin sé upp tími hjáleigna? Benda á Samfylkinguna og Besta flokkinn. Er þetta ekki della?

Aldrei í stjórnmálasögu Íslands hefur eins málefnis klofningsframboð þrifist nema um tiltölulega skamman tíma. Flokkar sem eiga ekkert bakland fá ekki þrifist. Þannig var auðvitað um klíkuna sem myndaði Besta flokkinn. Alltof mikil vinna örfárra fer í að halda flokknum lifandi. Þess vegna sameinaðist hann Bjartri framtíð. Sá flokkur á einnig í stökustu vandræðum vegna fámennisins. Vandi hans er líka sá að forystumennirnir eru latir, þeir fylgjast ekki nægilega vel með og hafa ekki bakland til að styðja við sig. Hins vegar er talandinn í lagi og þannig má um tíma villa fólki sýn. Að öðru leyti er ekkert nýtt við Bjarta framtíð, hann er gamaldags krataflokkur sem vill sofa út á morgnana.

Svipað var um Frjálslynda flokkinn. Hann var aldrei nema örfáir áhugamenn um stjórnmál sem flestir fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum og nú eru þeir allir komnir heim með örfáum undantekningum. Frjálslyndi flokkurinn var einsmáls flokkur og náði aldrei flugi af því að baklandið var svo fátæklegt.

Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega stór. Í honum er mikið og fjölskrúðugt bakland fólks sem vinnur að stefnu flokksins allan ársins hring. Þar er í gangi félagsstarf sem hefur mikil áhrif og á það geta forystumenn í sveitastjórnum og þingi treyst. 

Það kostar meira en nokkrar skoðanakannanir að búa til flokk, jafnvel þó að honum standi auðugir bissnismenn úr Reykjavík. Þeir halda kannski að þeir geti keypt atkvæði en eiga eftir að átta sig á því að svo er ekki. Það er hins vegar afar snjallt að kaupa skoðanakannanir til að hafa áhrif á almenning. Þetta er eins og einhvers konar hringavitleysa.

Gerð er skoðanakönnun og fjölmiðlar sperra eyrun og birta niðurstöðurnar, nokkrir kjósendur láta glepjast vegna ísmeygilegra spurninga. Gerð er önnur könnun og enn fallerast fjölmiðlar og svo koll af kolli. Þetta er eins og hundur sem eltist við skottið á sér og snýst í óteljandi hringi. Út af fyrir sig má segja að slíkt athæfi sé undirbúningur stofnunar stjórnmálaflokks.

Hvernig eru þeir fallnir til að stofna lýðræðislega stjórnmálaflokk sem una ekki lýðræðislegri niðurstöðu í þeim flokki sem þeir áður tilheyrðu? 


mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband