Ráđherrarnir sem sviku allt, gagnrýna nú skuldaleiđréttinguna

Formenn Samfylkingar og Vinstri grćnna renna á rassgatiđ ţegar ţeir fara ađ tjá sig um skuldaleiđréttingar ríkisstjórnarinnar, ađstođina viđ heimilin í landinu, verkefniđ sem ţessir tveir flokkar kunnu ekki ađ leysa, gátu ţađ ekki eđa vildu ekki.

Ţó verđur ađ viđurkennast ađ Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar og fyrrum ráđherra, og Katrín Jakobsdóttir, formađur VG og fyrrum ráđherra, eru bćđi trú hugmyndafrćđi vinstri stjórnarinnar sem ţau sátu í. Ţar var hin yfirlýsta stefna ađ tala sem mest um vanda heimilanna en gera sem minnst fyrir ţau. Ţess vegna finna ţau ađgerđum ríkisstjórnarinnar um skuldaleiđréttingar vegna forsendubrestsins í hruninu allt til foráttu. Sársaukinn og öfundin í málflutningi ţeirra er eiginlega áţreifanlegur.

Svo óforskömmuđ eru ţessir stjórnmálamenn ađ ţau sjá engan ljósan punkt í tillögunum, ađ minnsta kosti eyđa ţau engum tíma til ađ fagna ţví sem vel er gert heldur fordćma allt rétt eins og ađ smávćgilegir gallar séu einkennandi fyrir verkefniđ, viljann og tilganginn.

Ţađ er ekki tryggt ađ ţeir sem urđu fyrir forsendubresti fái hann bćttan.

Ţetta segir Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, í Morgunblađinu í morgun, mađurinn sem fékk heil lög kenndi viđ sig af ţví ađ ţau tóku rétt sem Hćstiréttur hafđi dćmt skuldurum og fćrđi fjármagnsfyrirtćkjunum í stađinn. Hann tók bankanna einfaldlega framyfir heimilin í landinu. Ţađ er ţjóđarskömm ađ ţessum manni sem talar og talar en ađ baki liggur engin hugsun.

... og ţađ hefur auđvitađ veriđ okkar nálgun ađ horfa á greiđsluvandann en ekki eingöngu skuldabyrđina.

Ţetta segir Katrín Jakobsdóttir, formađur Vinstri grćnna sem í fjögur ár horfđi upp á vandann en gerđi ekkert nema illt fyrir heimilin í landinu. Ekki nokkurn skapađan hlut enda var hún ráđherra í ríkisstjórn sem var meira í ćtt viđ skrifrćđi en lýđrćđi, tók beinlínis afstöđu gegn heimilunum. Ţađ er skömm ađ ţessari konu sem ekki frekar en formađur Samfylkingarinnar getur sé neitt jákvćtt í ađgerđum sem ţau gátu ekki sjálf druslast til ađ gera og ekki vantađi ţá hvatningu ţjóđarinnar.

Ţegar ţjóđin ţurfti á ađstođ ađ halda ţá voru Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason víđsfjarri og unnu ađ verkefnum sem skiptu ekki nokkru máli og jafnvel á ţeim vettvangi stóđu ţau sig illa. 


Efnahagshruniđ var bara vont veđur segir formađur Bjartrar framtíđar

Mér finnst ţađ ekki góđ hugmynd ađ deila fjármunum til ţeirra sem skulda mikiđ og eiga mikiđ,“ segir hann. Guđmundur segir hruniđ, líkt og vont veđur, hafa kallađ á björgunarađgerđir. 

Ţetta segir formađur flokksins sem vill ađ öll dýrin í skóginum séu vinir. Til ţess ađ svo megi verđa hefur hann lagt til ađ klukkunni verđi seinkađ svo hćgt sé ađ sofa lengur frameftir á morgnanna.

Guđmundur Steingrímsson, formađur Bjartrar framtíđar, stígur nú allskyndilega fram í stjórnmálum og líkir efnahagshruninu 2008 viđ vont veđur og telur ađgerđir ríkisstjórnarinnar afar slćmar.

Ţannig hugsa nú stuđningsmenn vinstri stjórnarinnar sálugu. Hún lofađi öllu fögru vegna hrunsins en stóđ ekki viđ neitt.

Nú er komin önnur ríkisstjórn sem lofađi ađgerđum og stendur viđ loforđ sín. Ţá vaknar skyndilega Guđmundur Steingrímsson, formađur Bjartrar framtíđar, viđ illan draum, og hefur allt út á efndirnar ađ setja. Var honum ţó ekki lofađ neinu, ekki frekar en í ESB viđrćđuslitnum. 

„Ţađ vćri mjög slćm hugmynd í vondu veđri ađ fara í almenna björgunarađgerđ og senda öllum peysu. Ţetta er svipađ, margir eiga peysu og ţurfa ekki peysu, sumir ţurfa hana. Ţađ er nokkurn veginn ţannig sem ţetta blasir viđ mér,“ segir hann. 

Hann hefur ţá skođun ađ ađstođ ríkisstjórnarinnar viđ ţá sem urđu fyrir skađa vegna verđtryggingarinnar megi líkja viđ peysugjöf í vondu veđri. Sjálfur stóđ hann af sér vonda veđriđ í föđurlandi, dúnúlpu og dúnbuxum og galla utanyfir.

Björt framtíđ er einfeldningslegur og gamaldags stjórnmálaflokkur međ ţankagang á borđ viđ ţann sem einkenndi ákveđna forystumenn í gömlu vinstri flokkunum. Slíkir sáu ekki skóginn fyrir trjánum og allt var slćmt nema ţađ sem ţeir sjálfir fundu upp.

Eitt er ţó víst, ţeir sem lentu í hremmingum efnahagshrunsins, töpuđu hluta eđa öllu eiginfé sínu í heimilum sínum, munu ábyggilega ekki taka undir međ Guđmundi Steingrímssyni um vonda veđriđ og allra síst formćlingar hans á efndir loforđa ríkisstjórnarinnar. Ummćlin hitta hann sjálfan fyrir og opinbera hallćrislegar skođanir ţeirra sem ekki eru í neinum tengslum viđ heimilin í landinu.

 


Bloggfćrslur 27. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband