Morgunblaðið gagnrýnir sæstrengsverkefnið

Ákafi fyrirtækisins við að vinna við svokallað „sæstrengsverkefni“ er eiginlega enn skrítnari, þótt þar fylgi hvorki hávaðamengun né fugladráp. Það mál er kynnt í óskiljanlegum sefjunarstíl, sem er þessu mikla fyrirtæki ekki sæmandi.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer mikinn í dag og leyfir sér að gagnrýna Landsvirkjun. Ofangreind orð eru úr þessum leiðara og eru stórmerkileg því lengi hefur fyrirtækið fengið að valsa um og vinka „sæstrengnum“ framan í landsmenn rétt eins og hann væri galdragulrót sem hægri menn hafa margir hverjir kokgleypt.

Vandinn er bara sá að engin orka er í fyrirsjáanleg í sæstrenginn nema með ótrúlegum breytingum á landslagi og meðfylgjandi náttúruskaða.

Sefjunarstíll má hiklaust kalla þessa sæstrengspólitík Landsvirkjunar. Við skulum varast að leggja trúnað á það sem þetta fyrirtæki segir um málið, mikið vantar upp á að þar séu öll kurl komin til grafar.


Bloggfærslur 17. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband