Hið slaka sjálfstraust krata í ríkisstjórnum

Í raun ætti allt að vera með kyrrum kjörum á milli stjórnarflokkanna enda ærið verkefni að vinna þjóðina út úr kreppunni. Hins vegar er staðan sú að erfitt er að vinna með krötum vegna þess að þeir trúa ekki á sjálfa sig, kunna ekki að vera stjórnarsamstarfi og bakland ráðherra og þingmanna flokksins hefur frá fyrsta degi verið afar órólegt.

Sama gerðist árið 1991 þegar mynduð var stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Sami taugatitringur gerði þá vart við sig hjá krötum og afleiðing var sú að þeir voru uppteknari við að spegla sig í fjölmiðlum en að vinna vinnuna sína. Umræður í ríkisstjórninni láku út, ráðherrar ræddust við með stríðsfyrirsögnum.

Þrátt fyrir kreppu þá ætti ríkisstjórnin að standa vel. Hún hefur nægan þingmeirihluta og á ekki að hlusta á kjaftavaðalinn í stjórnarandstöðinni á þingi eða annars staðar. Ríkisstjórnin hefur verið að vinna vel og hún á að leggja krafta sína í allt annað en þingkosningar eða spekúlasjónir um ESB. Ekkert er mikilvægara en að vinna gegn kreppunni, atvinnuleysi og verðbólgu. Þess vegna er hreint út sagt fáránlegt að leggja vinnu í ESB vangaveltur.


mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Búi Bjarmar Aðalsteinsson

"Ekkert er mikilvægara en að vinna gegn kreppunni, atvinnuleysi og verðbólgu. Þess vegna er hreint út sagt fáránlegt að leggja vinnu í ESB vangaveltur."

Ég hélt að ESB vangaveltur væru einmitt til þess fallnar að vinna gegn kreppunni, atvinnuleysi og verðbólgu. En ég veit ekki hvort það skilar árangri og kannski ágætt að skoða þann möguleika. Annars hefur maður ekki orðið mikið var við aðgerðir gegn kreppu, atvinnuleysi og verðbólgu vonandi að það verði.

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, 5.1.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég stend nú í þeirri trú að aðild að ESB sé engin skyndilausn. Mikil vinna mun liggja að baki aðildarumsóknar og ekki síður þátttakan í myntsamstarfinu. Eigum við að sitja með hendur í skauti á meðan? Nei, alls ekki. Framundan er gríðarleg vinna og aðild að ESB er hugsanlega langtíma markmið, þriggja ára jafnvel. Svo telja margir fjárhagslega mjög óskynsamlegt að ganga í ESB í miðri kreppu með krónuna í miklum vanda.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.1.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband