Örfá „tilmæli“ Rússa

Rússar hafa engin skilyrði sett fyrir láninu, aðeins sett fram nokkur „tilmæli“:

 

  1.  Rússneskur „áheyranarfulltrúi“ mun sitja fundi ríkisstjórnar
  2. Allir ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar fá rússneska „aðstoðarmenn“
  3. Rússneskir „áheyrnarfulltrúar“ munu setjast í allar sveitarstjórnir landsins
  4. Embætti ríkislögreglustjóra verður flutt til Moskvu
  5. Dönskukennslu verði hætti í skólum og rússneska kennd í staðinn
  6. Rússnesk sérnöfn verði viðurkennd sem íslensk nöfn
  7. Gengi krónunnar verði bundið við rúbluna
  8. Opnað verði fyrir erlenda endurfjármögnun íslenskra útgerða
  9. Embætti forseta Íslands verður flutt til Moskvu
  10. Alþingi verði Dúmunni til ráðgjafar í þeim málum sem varða Ísland 

 

Þetta er svo sem ekkert tiltökumál. Aðalatriðið er að horfa til framtíðar, sýna æðruleysi og trúa og treysta á það afl sem býr í föðurlandinu, framtíðin er björt.

Sagt er að málverkið af Bjarna Benediktssyni í Höfða hafi fallið í gólfið í morgun og ramminn brostið ... 

 


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Sæll!!

Eitt enn:

Ísland mun fá nafnið Ískistan svo Rússar geta borið það fram almennilega.

Guðmundur Björn, 8.10.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband