Land snýr í suđur, banka á heimili og vera milli tannanna á fólki

Orđlof

Hreintunga og yfirstétt

Tilslökun í málrćkt leiđir smám saman ćvinlega til ţess ađ tunga fámennrar ţjóđar verđur einungis til heimabrúks og ţó ekki nema um stundarsakir. 

Í rauninni eru sjónarmiđin í fyrrnefndu samtali í takt viđ ţá heimsvaldastefnu í menningarmálum eđa öllu heldur menningarfasisma sem engilsaxnesk yfirstétt hefur lengi ástundađ og telur öll önnur mál en ensku til óţurftar.

Morgunblađiđ. Tungan eftir Árna Björnsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Allar umsagnir höfnuđu frumvarpinu.“

Undirfyrirsögn á blađsíđu fjögur í Morgunblađinu 28.5.2020.                             

Athugasemd: Er ekki réttara ađ segja ađ međ umsögnunum hafi ţeir sem ţćr rituđu veriđ gegn frumvarpinu, lagst gegn ţví?

Umsögn merkir álit eđa ummćli.

Tillaga: Allar umsagnir voru gegn frumvarpinu

2.

„Land snýr í hásuđur.“

Undirfyrirsögn á blađsíđu fjögur í Morgunblađinu 28.5.2020.                             

Athugasemd: Hvernig snýr landslag? Ćtli flestir séu ekki á ţeirri skođun ađ ţađ snúi í allar áttir. Sama er međ hús, ţađ snýr í allar áttir, en hugsanlega snýr götuhliđin í suđur. Hvert snýr Vífilsfell, Langjökull, Mývatn, Búlandstindur eđa Skeiđarársandur?

Landeyjar eru marflatt land milli Hólsár í vestri og Markarfljóts í austri. Áin Affall skiptir ţeim í tvennt, Vestur- og Austur-Landeyjar.

Stundum er sagt ađ land liggi vel viđ sól og ţannig er međ Landeyjar og ţví tekur gróđur ţar fyrr viđ sér á vorin en víđa annars stađar.

Tillaga: Landiđ horfir móti sólu.

3.

„Ókunnugur mađur bankađi á heimili Rúriks.“

Yfirfyrirsögn á dv.is.                              

Athugasemd: Yfirleitt er bankađ á hurđ eđa eitthvađ áţreifanlegt. Forđum var bankađ á glugga og ţađ hét ađ guđa á glugga (hér sé guđ, var sagt). Margir hafa banka á borđ og taliđ upp ađ ţremur. Halló, er einhver heima, er sagt og bankađ í höfuđ ţess sem er viđutan eđa annars hugar. 

Á heimili er varla bankađ. Er ţađ ekki hugtak?

Sögnin ađ knýja er fallegt orđ. Hún getur ţýtt margt; berja, banka, reka, ţrýsta áfram, ţvinga, neyđa. Knýja dyra er ţekkt orđasamband. Sumir hafa veriđ knúđir til einhvers, til dćmis uppsagnar.

Heimili fólks eru í húsum og ţar er knúiđ dyra.

Mér finnst tjaldiđ vera heimili mitt ţegar ég er á fjöllum. „Home is where the heart is,“ söng Elvis Prestley.

Heimili er heimkynni, lögmćtur bústađur eins og segir á máliđ.is

Tillaga: Ókunnur mađur knúđi dyra á heimili Rúriks.

4.

„Rekstrarvandrćđi Capacent á Íslandi hafa veriđ á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en fá svör fengust frá stjórnendum ráđgjafafyrirtćkisins.“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Blađamađurinn skilur ekki orđasambandiđ ađ vera á milli tannanna. Ţađ merkir ekki umrćđa heldur er beinlínis veriđ ađ baktala ţann sem fyrir verđur. Tók blađamađurinn ekki eftir í skóla?

Í bókinni Mergur málsins eftir Jón G. Friđjónsson segir um orđalagiđ:

Verđa fyrir rógi, slćmu umtali eđa slúđri; vera umtalađur.

Líklega hefur blađamađurinn ćtlađ ađ segja ađ rekstrarvandrćđin hafi veriđ umrćdd, umtöluđ, mikiđ talađ um ţau. Gott vćri ađ blađamenn noti sem minnst af málsháttum, orđtökum, orđum og orđalagi sem ţeir skilja ekki. Til vara er gott ađ fletta ţeim upp.

Tillaga: Rekstrarvandrćđi Capacent á Íslandi hafa veriđ umtöluđ undanfarnar vikur en fá svör fengust frá stjórnendum ráđgjafafyrirtćkisins.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband